Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Takk, Steingrímur

Þessi umsókn er í boði þeirra sem síst skyldi.

Skref í ranga átt og hefði aldrei átt að vera tekið.

Afsprengi þess að láta Samfylkinguna stjórna sér með hótunum og mútum.

--- --- ---

Það er fyndið til þess að hugsa, að sá hlær best sem síðast hlær. Þegar Samfylkingin leggur allt sitt undir í þennan fíflaskap, þá verður það henni dýrkeypt áður en yfir lýkur. Evrópusambandið er óhræsi sem Ísland á ekkert erindi inn í. Við vitum nóg um það til að vita það. Áróður Samfylkingarinnar er hávær en rýr í roðinu málefnalega en þegar þjóðin fellir þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu (ef þetta verður ekki stöðvað á fyrri stigum), þá verður málið Samfylkingunni sjálfri verst. Verði henni að góðu.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgun við Tyrki?

Í fyrsta lagi væri aðild Tyrklands mógðun við Armena, Kúrda og ekki síst Tyrki sjálfa -- það er að segja, tyrkneskan almenning. Innganga fæli væntanlega í sér samþykki Evrópusambandsins á stjórnarháttum í Tyrklandi. Þeir eru vægast sagt ekki í lagi.

Í annan stað er einföld ástæða fyrir því að Tyrkjum er ekki hleypt: Það er ekki hægt að treysta þeim. Andstaðan við Íraksstríðið var svo mikil og hörð í Tyrklandi, að tyrkneska stjórnin treysti sér ekki til að styðja það. Evrópska heimsvaldaauðvaldið getur ekki stólað á ríkisstjórn sem gæti hlaupist undan merkjum heimsvaldastefnunnar.


mbl.is Aðild Íslands móðgun við Tyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave: NEI!

IceSave-ábyrgðin er damóklesarsverð sem hangir yfir höfðinu á okkur. Versta niðurstaða í málinu er að við tökum ábyrgðina á okkur. Það er versti kosturinn. Ég trúi ekki að verri kostur sé í stöðunni. Ef Íslendingar verða neyddir til þess, af sinni eigin ríkisstjórn, þá verður því haldið til haga. Það verður að styðja þá þingmenn stjórnarinnar sem ekki vilja samþykkja ábyrgðina.
mbl.is Icesave hugsanlega frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur af einkavæðingu

Einkavæðing bankanna var lykillinn að kreppunni. Samt vill ríkisstjórnin einkavæða þá aftur. Hvers vegna? Til hvers? Til að þeir geti haldið áfram að mergsjúga efnahagslífið og steypa því aftur í glötun? Hefði ekki verið betra að hafa Sverri Hermannsson bara áfram á laxveiðum?

Vinstri-græn hafa nú tekið þátt í að færa okkur skref nær Evrópusambandinu og Steingrímur berst fyrir því að við fáum að taka á okkur IceSave-ábyrgð. Næst er að einkavæða bankana aftur. Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvað kemur eiginlega næst?

Aðalmálsvörnin er sú að kenna síðustu ríkisstjórn um. Fínt, megi hún rotna í fjóshaug sögunnar, en hvers vegna breytist ekkert nú þegar ný stjórn er komin til valda? Hvað er Steingrímur að gera þarna ef hann eygir ekki lausnir?

Ef þetta er lækningin, þá minnir hún mig óþægilega mikið á sjúkdóminn!


mbl.is Áhyggjur af endurskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grey Bjarni

Mikið kenni ég í brjósti um Bjarna Ármannsson. Sá á nú ekki skilið að sjálfskipaðir réttlætisriddarar skeyti skapi sínu á honum. Ég legg til að hafin verið peningasöfnun til að borga nýja málningu á húsið hans.
mbl.is Málning á hús Bjarna Ármanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í áróðrinum...

Eftir áróðri Bandaríkjastjórnar að dæma er hernámsliðið sífellt að vinna sigra á Talibönum. Samt harðnar andspyrnan bara og harðnar. Sannleikurinn er auðvitað sá að hernámsliðinu gengur mjög illa að hafa stjórn á Afghanistan. Og það er vel. Því fyrr sem þessum glæpamönnum verður sparkað út úr landinu, þess betra.
mbl.is Blóðugur júlímánuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"lýðfræðilegan vanda"?

Þessi "lýðfræðilegi vandi" sem Obama segist vilja hjálpa Ísraelum að "leysa" er þessi: Drjúgur hluti ísraelskra ríkisborgara er Palestínumenn sem búa í Ísrael og þeir fjölga sér hraðar en ísraelskir gyðingar. Þess vegna hryllir zíonista við því að eftir einhver ár verði meirihluti Ísraela arabar. Ef Ísrael ætlar þá að halda "gyðinglegu yfirbragði" sínu, þarf það að svipta ísraelsku Palestínumennina kosningarétti og þar með hætta að þykjast reka lýðræðisríki. Ef þeir ætla að halda áfram að þykjast reka lýðræðisríki, þá geta þeir ekki haldið "gyðinglegu yfirbragði" á því. Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels tiltekur að það sé "gyðinglegt lýðræði" -- það er m.ö.o. gyðinglegt áður en það er lýðræðislegt. Svo það yrði líklega sú leið sem yrði fyrir valinu.

Þetta er auðvitað ekki vandamál nema maður gefi sér það sem forsendu að Ísrael sé "gyðinglegt lýðræðisríki" (hvað sem það nú er) og eigi að halda áfram að vera það. Með öðrum orðum, nema maður sé zíonisti. Nema manni finnist eðlilegt og lýðræðislegt að byggja ríki á kerfisbundnum rasisma.

Lausnin á "lýðfræðilega vandanum" er einföld: Þjóðernishreinsun, með góðu eða illu. Það "sjálfstæða ríki Palestínumanna" sem Obama og jafnvel Netanyahu eru farnir að tala um er skrípamynd af ríki, afskræmt og andvana fætt pólitískt örverpi sem gengi aðallega út á að láta fangaverðina vera palestínska. "Tveggja ríkja lausnin" er tálsýn sem er hvorki æskileg né möguleg, Ísrael hefur séð um það.


mbl.is Obama: Ísraelar líti í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Ragnari

Það mælir of margt á móti inngöngu í ESB til þess að hún verði. Það á eftir að verða Samfylkingunni dýrkeypt, áður en yfir lýkur, að leggja allt sitt pólitíska púður í þetta eina mál. Verði henni að góðu.

Jón Karl Stefánsson skrifar: Nokkrar ástæður til að varast ESB


mbl.is „Aðild verður kolfelld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei

Versta niðurstaða sem gæti komið út úr þessu IceSave-máli væri ef ríkissjóður tæki á sig ábyrgðina á IceSave-reikningunum. Milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu -- þetta hljómar eins og grín, og erfitt að taka menn alvarlega þegar þeir tala um að leggja þetta á þjóðina um leið og þeir þykjast vera svo ábyrgir. Ábyrgir gagnvart hverjum? Ég hygg að hér eigi orðið eins og "landráð" og "drápsklyfjar" við, ýkjulaust og aldrei þessu vant í bókstaflegri merkingu. Því verður án efa lengi haldið til haga hvaða þingmenn greiða ábyrgðinni atkvæði sitt.

Það verður að stöðva þetta með öllum ráðum. IceSave-skuldirnar munu annars leggjast yfir landið eins og ísaldarjökull, en þær verða ekki borgaðar. Vinnufært fólk á of auðvelt með að flýja land, ef það þá gerir ekki frekar byltingu


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei við IceSave

Helst vildi ég nú að þessi fjandans samningur yrði bara felldur áður en kæmi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Því verður haldið til haga hverjir greiða atkvæði með honum. Nú, ef svo ömurlega fer að Alþingi samþykki þetta, þá ætti að láta reyna á það fyrir þjóðaratkvæði líka. Það yrði að þrýsta á forsetann að neita að undirrita.

Ef þessi samningur gengur í gegn, getum við eins lagt árar í bát og lokað sjoppunni. Það, eða gert byltingu. Þessi landsölusamningur er óréttláttur og það skal aldrei verða friður eða sátt um óréttlæti.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband