Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landstjóri og handrukkari

Það ætti að senda Franek Rosvadovsky úr landi með skófar á rassinum. Ég trúi ekki orði og tek ekki mark á neinu sem hann segir. Hans hlutverk er einfalt: Að kreista út úr Íslandi allt sem hægt er. Láta Íslendinga borga skuldir óreiðumanna, höggva niður samneyslu og félagsauð og hleypa vörgum alþjóðlegs heimsvaldaauðmagns inn á okkur. Það er svo dapurlegt að sjá Steingrím og Jóhönnu tala við og um þennan mann eins og hann sé aufúsugestur. Ég spyr mig með hverjum þau eru raunverulega í liði.
mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar get ég skrifað undir!?

Jóhanna segir það óvanalegt að ákvæði í svona samningum séu lántakendum einum í hag. Og hvað með það? Á maður að gera sig ánægðan með þennan versalasamning vegna þess að eitthvert eitt ákvæði sé svo hagstætt?

Það er ekkert að marka mat á eignum Landsbankans í Bretlandi. Ef þær eru svona mikils virði, þá mundu Bretar náttúrlega bara taka þær upp í skuldirnar, er það ekki?

Og "ef við ætlum að vera aðilar að alþjóðasamfélaginu"? Hvað á svona hræðsluáróður að þýða? Er ætlast til þess að við trúum því, að við verðum einhver Norður-Kórea vestursins ef við neitum að undirgangast þennan ótrúlega samning?

Og hvað ef við undirgöngumst hann? Þá verður Ísland að nýlendu Breta og við getum eins bara lokað sjoppunni og flutt á Jótlandsheiðar Evrópusambandsins.


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vald, ekki lög

Í alþjóðasamskiptum er það vanalega valdið sem á síðasta orðið, en ekki lög og réttur. Ástæðan fyrir því að Bretar vilja ekki fara dómstólaleið, heldur frekar beita okkur valdi, er einföld -- réttarstaða okkar er það sterk að það gæti hæglega snúist í höndunum á þeim, með ófyrirséðum afleiðingum. Miklu öruggara að beita okkur bara bolabrögðum. Verst að sá heggur er hlífa skyldi, að ríkisstjórnin skuli taka þátt í hræðsluáróðrinum með því að endurvarpa hótunum.
mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitringur

Ríkið selur bankana til að byrja með, ábyrgist samt starfsemi þeirra á meðan eigendurnir mala gull og borgar brúsann þegar þeir hrynja -- og selur þá svo aftur til þess að sami leikurinn geti endurtekið sig!? Á maður að taka þessu alvarlega? Er hún með réttu ráði


mbl.is Bankar einkavæddir innan 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins

Atvinnurekendur eru fulltrúar auðvaldsins, augljóslega.

Verkalýðsforystan er bundin af hagsmunum lífeyrissjóðanna.

Ríkisvaldið er með bankana í fyrirrúmi.

Ef af þessum "stöðugleikasáttmála" verður, verður þetta innbyrðis stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins, eða í mesta lagi gagnkvæmur stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins við iðnaðar- og verslunarauðvaldið almennt. Ég er hræddur um að almenningur í landinu eigi ekki sæti við þetta samningaborð, og samningarnir verði eftir því.

Það verður enginn stöðugleiki og það verður heldur engin sátt.

Vonandi skjátlast mér.


mbl.is Kynna drög að sáttmála í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynimakk

Leynd í stjórnsýslunni þjónar alltaf valdinu. Hverju er verið að leyna okkur og hvers vegna? Ef ríkisstjórnin er smeyk um að þjóðin verði brjáluð vegna þess að það sé verið að svíkja hana, þá vona ég að sá ótti sé á rökum reistur. Við eigum ekki að borga þetta. Það kemur einfaldlega ekki til greina. Ég veit ekki hvað það þýðir að vera "útilokaður frá samfélagi þjóðanna" eða hvað það er sem Steingrímur og Jóhanna eru að hóta okkur. Ég efast samt um að Ísland verði Norður-Kóreu vestursins, og ég efast um að þessi "lækning" sé betri en sjúkdómurinn, síst þó ef þetta er aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Steingrímur og fleiri neita því, sverja og sárt við leggja að þetta sé ekki þannig, en hver trúir þeim? Hvað liggur svona á ef þetta snýst ekki um Evrópusambandið?
mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka

Bandaríkjaher segir að 47 "uppreisnarmenn" hafi fallið. Hvað með það? Er Bandaríkjaher traust heimild?

Og "fjölþjóðalið"? Af hverju segir Moggi ekki hernámslið?


mbl.is Heróínverksmiðja jöfnuð við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta grín???

Ef þessar eignir væru ekki ofmetnar mundu Bretar bara taka þær upp í skuldirnar.

Þetta eru ekki mínar skuldir og ég ætla ekki að borga þær. Það kemur ekki til greina.
mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungdómshús

Eitt af því jákvæða við kreppuna er að þá er Hallargarðinum borgið undan klónum á Björgólfi.

Fríkirkjuvegur 11 á að þjóna sem tómstundamiðstöð fyrir börn og unglinga. Þar á að vera hægt að setja upp leikrit og halda tónleika, æfa hljómsveitir, smíða kofa eða whatever sem ungmenni gera í tómstundum nú til dags.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSlave

Það gæti vel verið rétt hjá Þór að eignir Landsbankans í Bretlandi séu mjög ofmetnar. Ef Bretar tryðu matinu, mundu þeir þá ekki bara taka þær upp í strax?


mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband