Áhyggjur af einkavæðingu

Einkavæðing bankanna var lykillinn að kreppunni. Samt vill ríkisstjórnin einkavæða þá aftur. Hvers vegna? Til hvers? Til að þeir geti haldið áfram að mergsjúga efnahagslífið og steypa því aftur í glötun? Hefði ekki verið betra að hafa Sverri Hermannsson bara áfram á laxveiðum?

Vinstri-græn hafa nú tekið þátt í að færa okkur skref nær Evrópusambandinu og Steingrímur berst fyrir því að við fáum að taka á okkur IceSave-ábyrgð. Næst er að einkavæða bankana aftur. Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvað kemur eiginlega næst?

Aðalmálsvörnin er sú að kenna síðustu ríkisstjórn um. Fínt, megi hún rotna í fjóshaug sögunnar, en hvers vegna breytist ekkert nú þegar ný stjórn er komin til valda? Hvað er Steingrímur að gera þarna ef hann eygir ekki lausnir?

Ef þetta er lækningin, þá minnir hún mig óþægilega mikið á sjúkdóminn!


mbl.is Áhyggjur af endurskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband