Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.10.2009 | 14:22
Baráttudagar í október -- ár frá hruni
Rauður vettvangur er félag sósíalista. Það var stofnað í árið 2008 og hefur haldið reglulega og óreglulega fundi, Rauðan fyrsta maí og Rauða daga í Reykjavík í júlí sl. Tilgangur félagsins er að leggja sitt af mörkum í endurskipulagningu íslensks þjóðfélags út úr og upp úr kreppu.
Nánari upplýsingar:
www.raudurvettvangur.blog.is
Vésteinn Valgarðsson - 8629067 - vangaveltur@yahoo.com
Þorvaldur Þorvaldsson - 8959564 - vivaldi@simnet.is
5.10.2009 | 11:32
IceSave og afsögn Ögmundar
Sjá: IceSave og afsögn Ögmundar
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar á Eggina: Fáni fólksins stendur fyrir samstöðu þess og von
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 16:50
Ráðvillt Samfylking
Sjá: Ráðvillt Samfylking
30.9.2009 | 14:09
Afsögn Ögmundar og ríkisstjórnarsamstarfið
29.9.2009 | 16:38
Vistaskipti
Þetta blogg er hér með sett á ís um ótiltekinn tíma. Hinum tveimur bloggum mínum, Vangaveltum Vésteins og Hversdagsamstri Vésteins, hef ég lokið fyrir fullt og allt. Ég hef s.s flutt mig um set: http://www.vest-1.blogspot.com/ og ég hvet fólk sem er með tengil á mig til þess að breyta honum í samræmi við það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skoðið annars blogg Rauðs vettvangs og dagskrá ráðstefnunnar Baráttudaga 10.-11. október. Glæsileg dagskrá sem enginn alvöru vinstrimaður vill missa af.
25.9.2009 | 16:40
Moggabloggið og það allt.......
Nú hafa margir bloggvinir og aðrir hætt Moggabloggi og sagt upp áskrift að Mogganum. Hafi einhverjum þótt lítið til Moggabloggsins koma -- og ég hef fullan skilning á því -- þá verður það sýnu snautlegra núna. Ég ætla ekki að loka blogginu í bili, en hef tekið öryggisafrit af því, bara til að vera viss. Á næstunni mun ég lesa meira af öðrum vefmiðlum, sem ég hef reyndar gott af hvort sem er. Það er engum manni hollt að fá flestar sínar fréttir úr Morgunblaðinu.
Talandi um hollan uppruna upplýsinga, þá má ég til með að benda á þann ágæta vef Eggin.is. Þar er einmitt að finna þessa grein eftir sjálfan mig:
30,1% landsmanna segjast til í greiðsluverkfall. Þótt það væri ekki nema helmingur þeirra er það samt nóg til að knésetja bankana. Stór hluti landsmanna til viðbótar er fús til að beita annars konar þrýstingi, til dæmis að greiða aðeins af lánum skv. upphaflegum áætlunum eða taka út sparifé sitt. Þetta er ekkert annað en reiðarslag fyrir bankana, fjármálaauðvaldið og auðvaldið í heild. Ef Hagsmunasamtök heimilanna fá 15% með sér í verkfallið, þá getur ríkisvaldið ekki annað en gefist upp og samið.
24.9.2009 | 01:33
Með hverjum heldur Mbl.??
Í fréttinni stendur:
Zelaya var fluttur í járnum úr landinu 28. júní sl. eftir að valdagræðgi hans þótti keyra fram úr hófi.
Er þetta grín eða hvað? Það var framið valdarán. Herinn rændi völdum af lýðræðislega kjörnum forseta vegna þess að valdastéttinni þótti hann hallast of langt til vinstri fyrir sinn smekk. Valdarán, höfum það á hreinu. Samband Ameríkuríkja, OAS, hefur á einu bretti fordæmt valdaránið, og eru Bandaríkin þá ekki undanskilin. Morgunblaðið er semsé hægramegin við Bandaríkjastjórn í þessu máli.
![]() |
Hitnar í kolunum í Hondúras |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 14:54
Möguleiki í stöðunni
![]() |
Sér ekki flöt á bráðabirgðalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 11:54
"Innan við"??
Fyrirsögn þessarar fréttar er epísk. "Innan við þriðjungur" þýðir að það sé frekar lítið, en ef næstum þriðjungur landsmanna fer í greiðsluverkfall, þá eru bankarnir fljótir að fara á hausinn. Þótt svarhlutfallið sé ekki meira -- 52,4% -- þýðir það samt væntanlega að a.m.k. 15% eru tilbúin að fara í verkfall, og það er nóg til að knésetja bankana, ekki síst ef fleiri eru tilbúnir til að beita annars konar þrýstingi, til dæmis að greiða aðeinsaf lánum skv. upphaflegum áætlunum eða taka út sparifé sitt. Það er ekkert annað en reiðarslag fyrir bankana og fjármálaauðvaldið -- og þar með auðvaldið í heild -- ef þetta gengur eftir. Ef Hagsmunasamtök heimilanna fá 15% með sér í verkfallið, þá getur ríkisvaldið ekki annað engefist upp og samið.
![]() |
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 18:02
Glæpur, dæmdur til að mistakast
Afgönsku kvislingarnir óttast að aukið erlent herlið "muni einungis ýta undir þá tilfinningu Afgana að NATO sé hernámslið í landinu." Heyr á endemi! Hvað með þetta: Það sem mest ýtir undir þá tilfinningu heimamanna að þeir séu hernumdir af NATO, er að þeir eru hernumdir af NATO! NATO fór í árásarstríð gegn Afganistan árið 2001 og lagði landið (að miklu leyti) undir sig. Við skulum átta okkur á því að til að byrja með er árásarstríð hinn æðsti glæpur gegn mannkyni, samkvæmt alþjóðalögum. Í öðru lagi eru vestrænir (þar með taldir íslenskir) hermenn sem taka þátt í hernáminu réttdræpir.
Allt frá innrásinni hefur andspyrnan verið linnulaus og frekar færst í aukana. Ekkert styrkir íslamista eins mikið og erlent hernámslið. Það er rétt hjá þessum McChrystal að stríðið muni tapast ef ekki berst liðsauki. En þótt hann berist, mun það samt tapast. Sjáið til: Afganistan er mun víðáttumeira en Írak, og nokkru fjölmennara. Það sem hundruð þúsunda bandarískra hermanna geta ekki í Írak, geta tugþúsundir af þeim enn síður í Afganistan. Þetta endar bara á einn veg, sem er að afganska andspyrnan mun brjóta hernámið á bak aftur. The rest is details.
![]() |
Efast um gildi fjölgunar hermanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |