21.1.2015 | 17:12
Rangar skoðanir? JÁ!!
Það er röng skoðun að finnast eitthvað vera að hommum eða múslimum.
Sá sem hefur slíka skoðun hefur rangt fyrir sér.
Þannig að það er alveg rétt hjá þessum Páli, að Gústaf sé maður rangra skoðana.
Dæmi um rafræna múgsefjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Vésteinn.
Mér virðist þú vera á alrangribraut, Hver er maður rangra skoðanna?
Í mínum huga er það sá sem hleypur eftir almenningsálitinu og þorir ekki að standa við sínar skoðanir sá verður alltaf maður rangra skoðanna.
Kv.
Alli Dan
Alfreð Dan (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 20:10
Hvað er RÉTT skoðun og hvað er RÖNG skoðun og hver dæmir þar um??????
Jóhann Elíasson, 21.1.2015 kl. 21:06
Ef einhverju er haldið fram án raka, þá er hægt að vísa því á bug án raka.
Ef einhver fáfróður hræðslupúkinn æpir að múslimar og svertingjar séu að fara með samfélög okkar til andskotans, þá veit ég og segi að það sé bull.
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 21:58
Vésteinn, þú varst nú að hallmæla múslímunum í Grimshøj-moskunni í Árósi nýlega. Hvaða gild rök hefur þú fyrir því að þeir séu verri múslímar en aðrir múslímar.
FORNLEIFUR, 21.1.2015 kl. 22:24
?
FORNLEIFUR, 21.1.2015 kl. 22:24
Vilhjálmur, ég sagði um daginn að mér þætti skrítið að enginn hefði ráðist á þá, vegna þess að miðað við umræðuna gæti maður ætlað að einhverjir vanstilltir menn tækju lögin í sínar eigin hendur. En kannski eru Árósar svona siðmenntað þjóðfélag.
Í moskunni á Grimhøjvej er hatursboðskap hellt í hausinn á ungum mönnum sem hafa litlu að tapa. Allstór hópur - þú ert kannski með töluna - er nú þegar farinn til Sýrlands, fyrir þeirra orð, til að berjast fyrir miðalda-kalífadæmi, þar sem mannréttindi eru borg í Rússlandi. Ég kannast ekki við að múslimar séu almennt stuðningsmenn IS.
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 22:40
Skrítið að hommafóbían skuli aldrei hafa verið tekin uppá pólitískan level hér uppi í fásinni. Það gerðist í Færeyjum. Þetta var fært á pólitískan level. Hérna var bara þegjandi og hljóðalaust samkomulag allra flokka um að standa saman um að tryggja mannréttindi þessu viðvíkjandi.
Muslimafóbían er alveg sama eðlis og hommafóbían.
Það er vel líklegt að jarðvegur sé fyrir hommafóbíu hjá framsóknarmönnum.
Það er líka merkilegt að framsóknarmenn virðast ekki vita hvað mannréttindi eru og útá hvað nútíma upplýst lýðræðisþjóðfélag gengur útá.
Framsóknarmenn sumir koma alveg útúr miðöldum hugarfarslega - og þeir virðast ekki fatta það sjálfir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2015 kl. 09:10
Ómar, straumhvörfin voru seinna á ferðinni á Íslandi en t.d. í Danmörku, ég held að það hafi áhrif, því þótt samkynhneigð sé almennt alveg samþykkt í Danmörku - svo ég haldi mig við samanburðardæmi sem ég þekki - þá er ekki eins rosalegur stuðningur við samkynhneigða eins og á Íslandi. Ég fór t.d. í homma/lessugöngu hér í Århus í sumar, og í henni voru voða fáir aðrir en hommar og lessur, öfugt við Ísland þar sem Gay Pride er gríðarmikið dæmi. Ég sagði Dönum sem ég þekki að ég hefði verið í Århus Pride göngunni og fólk benti mér þá hlæjandi að ég væri ekki hommi, hvað væri ég þá að gera í svona homagöngu? Þetta var ekki fólk sem hefur neitt á móti hommum eða lessum, það er bara ekki vant því að fara út á götur til að lýsa stuðningi við þá.
Ég held að baráttan hafi náð lengra á Íslandi vegna þess að hún hafi farið seinna fram, að íslenskt samfélag hafi verið tilbúnara fyrir að viðurkenna samkynhneigða fyrir 20 árum heldur en danskt samfélag var fyrir 60 árum. Og kannski er rykið bara sest hérna, fólki finnst baráttunni kannski bara vera lokið með fullum sigri? Ég tek fram að þetta eru bara vangaveltur.
En af hverju fara Færeyjar aðra leið? Ég hef ekki svar við því á reiðum höndum annað en heljargreipar kristinnar öfgatrúar.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 11:06
Eru til reglur um réttar og rangar skoðanir?
Hver er dómbær?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2015 kl. 12:42
Hvernig er það með ykkur hægrimenn, aðhyllist þið afstæðishyggju i mannréttindamálum? Haldið þið að það gildi bara engar reglur þegar Biblíunni (eða Kóraninum) sleppir?
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 13:21
Ég ítreka spurningu mína.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2015 kl. 14:59
Það er nánast allt fólk með meðfædda tilfinningu fyrir því hvað er rétt og rangt. Meginreglan er að maður gerir ekki öðru fólki mein. Svo túlkast sú regla eftir uppeldi og fleiru. Við dæmum öll, hvert fyrir sig, hvað er rétt og hvað er rangt.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 15:02
Sæll Vésteinn - sem og aðrir gestir þínir !
Vésteinn !
Ég má til - að leiðrétta þig, aðeins.
Heimir Fjeldsted: er ekki Hægri maður / frekar en kötturinn minn.
Heimir og skoðanasystkini hans: tilheyra öðrum þeirra miðju- moðs flokka / sem nú halda um stjórnvölinn í landinu, og við tóku af Jóhönnu og Steingríms J. klíkunni, = sama jukkið, þar á ferð.
Alvöru Hægrimenn: fylgja harðlínustefnu yfirleitt / í anda Hernaðarhyggju og raða og almennrar reglu í sínum samfélögum - og fyrirlíta Vestrænt gerfilýðræði hvítflibba- og blúndukerlinga (sem hér ríkir m.a. aukin heldur) Vésteinn minn.
Með beztu kveðjum - sem oftar og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 19:34
Óskar, ég er ekki viss um að minn fjarskyldi frændi Heimir skrifi undir að verða miðjumoðari sem fylgir "gerfilýðræði hvítflibba- og blúndukerlinga", svo ég noti þín orð.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 23:08
Sælir - sem fyrr !
Vésteinn !
Þann ágæta dreng: Heimi frænda þinn, mun ég ekki láta gjalda þess í neinu - þó hann kunni að vera tvístígandi:: á hinum stjórnmálalegu brautum, enda vafalaust hinn mesti hæfileikamaður, á öðrum sviðum.
Ekki síðri kveðjur - þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.