Aðeins í kapítalisma!

Það er eitt megineinkenni kapítalismans sem hagkerfis, að framleiðendur komast í hann krappan þegar framleiðslan verður of mikil -- og þá meina ég ekki meiri en þörfin, heldur meiri en svo að neytendur borgi. Því kannski borga þeir ekki vegna þess að þá vantar pening.

Nú ætla ég ekkert að gerast sérlegur talsmaður núverandi kerfis við sauðfjárbúskap. Það hlýtur að vera hægt að hanna kerfi sem þjónar bændum og neytendum (og kindum) betur. En núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að gera það, ekki frekar en allar þær borgaralegu ríkisstjórnir sem hafa komið á undan henni.

Ég skil ekki að það sé hægt að framleiða of mikið lambakjöt. Ég skil það bara ekki. Ég mundi gjarnan borða lambakjöt á hverjum degi ef ég hefði efni á því, og ég er sannfærður um að það er útbreidd löngun. Þannig að það er ekki að sjá að raunverulega vandamálið sé að framleiðslan sé of mikil.

Of mikið kjöt. Það eru ekki margar kynslóðir síðan fólk hefði hlegið að tilhugsuninni um að það væri talað um það sem vandamál að það væri of mikið kjöt.


mbl.is „Við getum ekki borgað okkur laun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef menn taka eftir því að þeir framleiða svo mikið að verðið lækkar, þá stundum draga þeir úr framleiðzlu.

Sumum hentar ágætlega að framleiða mikið þó þeir fái minna.  Þeir geta bolað þeim sem geta ekki afkastað meiru *kannski* af markaðnum.  Það hentar neytandanum vel.  Þeir fá jafn mikið fyrir minna.

Þannig virka kapitalísk hagkerfi.

Íslenskt hagkerfi er ekkert kapitalískt.  Hér offramleiða menn eða vanframleiða, og verðið á vörunni hækkar bara, sama hvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2017 kl. 22:26

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki svo einfalt að kapítalismi sé bara sama og frjáls markaður -- er það reyndar sjaldan eða kannski aldrei á okkar dögum. Þannig að jú, Ásgrímur, íslenska hagkerfið er víst kapítalískt.

Vésteinn Valgarðsson, 23.8.2017 kl. 22:32

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi landbúnaðinn þá er hann miðstýrður. Þetta á frekar við um kommúnisma.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2017 kl. 07:18

4 Smámynd: Mofi

Já, íslenskur landbúnaður er miklu frekar kommúnískur en að hann endurspegli kapitalisma. 

Vésteinn, þú elskar kapitalisma, hvort sem þú veist það eða ekki: https://www.youtube.com/watch?v=SY0V8XVsX1U

Mofi, 24.8.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband