Skeljungur makar krókinn

Hversu oft sér maður auðvaldsfyrirtæki taka hækkanir á heimsmarkaðsverði á sjálf sig? Ég nenni ekki einu sinni að bera mig eftir því hvaða skýringar Skeljungsmenn gefa. Olíuverðið fer náttúrlega snarhækkandi -- um ca. 20% bara undanfarinn mánuð -- svo það er ekki skrítið ef við finnum fyrir því líka. En ef stjórnvöld vildu leysa málið, þá er alveg til lausn. Hún heitir skömmtun, og er ekki vinsæl meðal frjálslynds nútímafólks. Skömmtun er gamaldags og minnir mest á höft og kreppur. Hver vill fá höft og kreppur? Hér er kaldur veruleikinn: Eftirspurnin eftir olíu er farin fram úr framboðinu. Það þýðir að aðgangurinn að henni minnkar. Það er hægt að skipta henni ódýrri eftir sanngjarnri úthlutun -- það er að segja skammta þeim sem mest þurfa -- eða það er hægt að láta hana hækka meira og meira þangað til fólk hefur ekki lengur efni á að kaupa hana. Fólk getur sjálft gert upp við sig hvort því líst betur á, að fá nauðsynlega olíu ódýrt eða að fá hana alls ekki nema fyrir svimandi hátt verð. Þetta eru kostninir.
mbl.is Skeljungur hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband