Ţjóđfrelsisbarátta

Sómalía hefur veriđ löglaust land síđan Siad Barre hrökklađist frá völdum 1991. Sómalíland og Puntland klufu sig úr gamla landinu og stofnuđu ný ríki, sem njóta ekki viđurkenningar margra annarra ríkja. Eftir margra ára glundrođa og innbyrđis erjur milli ćttbálkahöfđingja og stríđsherra, kom svo loks fram afl sem virtist geta sameinađ landsmenn: Bandalag íslamskra dómstóla. Ţar sem ćttarígur og hagsmunir tvístruđu fólki, ţar reyndust trúarbrögđin vera nćgilega hlutlaus vettvangur til ţess ađ geta sameinađ, og Bandalagiđ spratt ţannig fram sem innfćtt, sjálfstćtt pólitískt afl. Ađ sjálfsögđu ótćkt međ öllu ađ mati vestrćnna ríkja, sem voru ekki sein á sér ađ skipuleggja innrás. Sómölsku íslamistarnir eru reyndar engir talibanar, ţótt ţeir kenni sig viđ sömu trúarbrögđin.

Innrásin kom úr norđri og Eţíópíustjórn tók ađ sér ađ vera leppur. Eţíópíuher sinnir nú skítverkum vestrćnna heimsvaldasinna í Sómalíu. Sómalar heyja baráttu fyrir ţjóđfrelsi og sjálfsákvörđunarrétti. Bandalag íslamskra dómstóla er fronturinn sem ţeir hafa valiđ sér. Ţótt ég sé enginn sérstakur ađdáandi ţeirra í sjálfu sér held ég ađ ţeir séu skömminni skárri en áframhaldandi óöld anarkó-frjálshyggju. Stjórnlaus Sómalía var áhugaverđ tilraun og ţađ má draga af henni ţann lćrdóm ađ ţar sem ríkisstjórnin fellur einfaldlega og ekkert afl er til sem getur fyllt í skarđiđ međ almannahagsmuni í fyrirrúmi, ţar koma ţrjótar og fylla í skarđiđ í stađinn. Ţrjótar á borđ viđ Aidid sáluga og viđlíka stríđsherra, og svo eru heimsvaldasinnarnir aldrei langt undan.

Íslömsku dómstólarnir eru ekki stjórnmálaafl sem ég mundi kjósa mér. En ţeir eiga samt rćtur sínar međal fólksins og ţeir eru fćrir um ađ koma á röđ og reglu ef ţeim verđur leyft ţađ.


mbl.is Sprengjuregn í Sómalíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband