Bull og vitleysa

Eru líkindi með þeim sem er plataður og þeim sem platar?

Á sérfræðingur í hagfræði eða efnahagsmálum, sem gefur fólki ráð, í sömu stöðu og amatör sem spyr um ráð?

Er hægt að ætlast til þess að við berum öll ábyrgð sem einhverjir sérfræðingar?

NEI!

Almenningur er skammsýnn og lætur plata sig. Við lifðum hátt á meðan við gátum, eins og ekki þarf að undra, en þetta er ekki okkur að kenna. Við hefðum alveg mátt vera skynsamari að ýmsu leyti. Við hefðum getað keypt aðeins færri jeppa og flatskjái og sleppt því að steypa okkur í skuldir. En það gerir okkur ekki sek!

Það voru útrásardólgarnir og ríkisstjórnin sem komu okkur í þetta klandur og það er ekki réttlátt að við þurfum öll að borga brúsann.

Í því samhengi vil ég koma þessu á framfæri:

Hvernig verður Ísland endurreist?

Rauður vettvangur boðar til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 16. október kl. 20.

Ekki þarf að fjölyrða um kreppuna sem nú hefur hvolft sér yfir Ísland og heiminn allan eftir að svokölluð nýfrjálshyggja hefur verið alls ráðandi í á þriðja áratug. Líklegt er að mestur þungi eigi eftir að skella á almenningi og enginn sér fyrir hverjar afleiðingarnar verða.

Hvernig verður brugðist við og hvernig verða ráðstafanir ríkisins? Verður ríkið notað til að hreinsa til í fjármálunum til þess eins að afhenda nýjum gulldrengjum nýjar eignir á silfurfati fyrir nýja rúllettu, og menntakerfið og heilbrigðiskerfið jafnvel látin fylgja með? Eða er kannski tímabært að snúa baki við kapítalismanum og byggja upp að nýju á félagslegum forsendum þar sem hagsmunir almennings verða í fyrirrúmi?

Þetta fleira verður til umræðu á fundi Rauðs vettvangs í Friðarhúsi Njálsgötu 87 fimmtudaginn 16. október. kl. 20.


mbl.is Allir eru sekir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband