Mánaðamótin nálgast

Bíðið bara, ætli það verði ekki margir fúlir um mánaðamótin, að geta ekki boprga reikningana sína eða afborganirnar? Eða þá yfir að missa vinnuna? Það væri nú ekki fyndið. Það tekur normalmanneskju um það bil þrjá mánuði af aðgerðaleysi að leggjast í svo alvarlegt þunglyndi að það verði mikill þröskuldur að yfirstíga, að fara aftur út á vinnumarkað.

Það er sjálfsagt að benda fólki sem er kannski verklaust hvort sem er, á að mæta á mótmæli gegn ástæðunni fyrir þessu öllu. Laugardagar klukkan 15 á Austurvelli!

Það má líka benda hér á eitt praktískt mál, af heimasíðu Eflingar:

Ertu að tapa réttindum?

Allar líkur eru á því að margt launafólk geti staðið frammi fyrir uppsögnum á næstu vikum og mánuðum.  Mikilvægt er að minna á að þegar sótt er um atvinnuleysisbætur, þá er launamanni það í sjálfsvald sett hvort hann greiðir félagsgjald til stéttarfélags síns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur félagsmaður réttindum sínum hjá félaginu svo sem  réttindum í sjóðum félagsins sem taka þátt í kostnaði vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar og menntunar félagsmanna.

LESA REST


mbl.is Fleiri eiga eftir að leita hjálpar vegna áfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hef nú minnstar áhyggjur af þessum mánaðamótum, 1. nóvember er nefninlega útborgunardagur ríkissjóðs á barnabótum ásamt vaxtabótum hjá þeim sem hafa sótt um að fá þær fyrirframgreiddar. Hinsvegar á enn eftir að koma í ljós hað verður uppi á teningnum um þarnæstu mánaðamót og hvort hægt verði að halda jólin með stæl eða undir hæl (IMF)...

P.S. Mætum hiklaust á mótmælin sem og hingað til. Lengi lifi byltingin!

Minni líka á undirskriftasöfnun með áskorun um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband