Frelsi => hringamyndun

Það er lögmál á kapítalískum markaði, að því meira frelsi sem fyrirtækin hafa, þess stærri verða þau. Hvert og eitt keppir eftir hámarksgróða, stækkar því við sig eins og hægt er með því að hlaða upp framleiðslugetu og/eða kaupa upp keppinauta. Þetta gildir um fjölmiðla eins og annað. Með nýjasta útspilinu, sameiningu 365 miðla og Árvakurs, er nú, þannig séð, bara einn alvöru fjölmiðill hérna, plús svo Ríkisútvarpið.

Þorsteini Pálssyni fannst, nóta bene, aðspurðum að Ríkisútvarpið væri aðalvandamálið á fjölmiðlamarkaðnum!

En þetta meikar alveg sens. Meira frelsi => meiri hringamyndun. Ef við viljum heyra önnur sjónarmið heldur en þeirra sem eiga 365-Árvakur og/eða halda þeim uppi með vþí að kaupa auglýsingar, þá verðum við að gera svo vel að stofna frjálsa fjölmiðla. Þegar maður reynir að gera það er maður fljótur að sjá eitt vandamál við það: Það kostar mikla vinnu, og ef maður er í annarri vinnu og hefur ekki efni á að ráða her manns til að sjá um þetta, þá tekur það einfaldlega gríðarlega mikla sjálfboðavinnu. En þetta er víst frelsið! Sumir eiga bara auðveldara með að nýta sér það heldur en aðrir!

Ég vil annars koma því að, að samtökin "Blaðamenn án landamæra" eiga ekkert skylt við þau ágætu samtök Lækna án landamæra. Blaðamenn án landamæra voru stofnuð af kúbönskum útlögum og samverkamönnum þeirra, í þeim tilgangi að grafa undan stjórnvöldum á Kúbu. Tilgangurinn er auðvitað að gera Kúbu aftur að áfangastað fjárhættuspilara og vændiskúnna frá Ameríku. Frelsið, með öðrum orðum.


mbl.is Fjölmiðlafrelsi mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband