Stórt hjarta

Þegar Færeyingar voru í svaðinu hér um árið, þá datt engum hér í hug að rétta þeim hjálparhönd. Sumum fannst þeir meira að segja bara asnalegir og vitlausir. Hlógu jafnvel að þeim. Og nú, þegar við erum í svaðinu, þá bjóða þeir okkur hjálp án skilyrða.

Svipað með Pólverja. Þeir hafa verið skotspónn allrahanda rasista undanfarin ár og kallaðir verstu nöfnum vegna þess að þeir fengust til að vinna vinnu sem Íslendingar fengust ekki í (og, reyndar, á kjörum sem Íslendingar fengust ekki í heldur).

Þetta kennir okkur að hjálpa náunganum þegar hann þarf þess, en gera ekki lítið úr honum.


mbl.is Æ fleiri þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það segir þú örugglega satt....heyr....heyr.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:55

2 identicon

Skrifaði þetta um daginn:

Alveg magnað hvað Færeyingar eru vinalegir við okkur þegar við gerðum ekki raskat f. þá. Þeir lentu í rosakreppu snemm 90´s, ekki hjálpuðum við þeim þá eins og þeir okkur núna, enda góðærið að byrja og allir að huxa um eigið raskat, þá fóru einmitt íslenskir auðmenn um eyjarnar eins og hrægammar og keyptu upp það sem hægt var að kaupa ódýrt þar og fengu ítök í viðskiptalífinu þar til að græða græða græða. Svo þegar kreppan var enn þar þá gáfu Færeyingar fátæku stórar upphæðir samtals til fórnarlamba snjóflóðanna á Vestfjörðum. En þegar kom stormur nokkrum árum seinna í Færeyjum og rústaði algjörlega mörgum húsum fólks þar, var söfnun á Íslandi hjá ríku Íslendingunum f. fátæku Færeyingana sem misstu húsin sín. Nei.
Annars, með Pólverjana, það hefðu aldrei komið svona margir hingað af því að þetta var fölsk þensla eða góðæri tekið á lánum, t.d. byggingariðnaðurinn sem margir þeirra unnu í var bara bóla, krónan of hátt skráð, en nú er þessi bóla að leiðréttast og ekki eftir miklu að slægjast f. þá. Tja nema kannski f. þá sem vinna í fiski eða hvað, ég veit það ekki. Verðmæti útflutningsgreina eins og hans hækka, er þá ekki sanngjarnt að laun fiskverkamanna hækki með?

Ari (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband