Mætið!

Klæðið ykkur eftir veðri.

Biðlundin er á enda. Þessi ríkisstjórn mun fara frá, það munu verða valdaskipti í þessu landi áður en langt um líður, hvort sem það verður með góðu eða illu.


mbl.is Boða þjóðfund á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Nei, meirihluti þjóðarinnar vill ekki nein læti og þaðan af síður ofbeldi. Jú, mikil mistök hafa verið gerð en þau er ekki hægt að laga með neinum látum ....

Katrín Linda Óskarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:53

2 identicon

Ég spái því að það verði með illu. Það er ekki að sjá að þessir fundir á Austurvelli skili neinu og það er afar heimskulegt að gera alltaf sama hlutinn en búast samt við nýrri niðurstöðu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:33

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvorki kæri ég mig um læti né ofbeldi. Helst vil ég sjá ríkisstjórnina snáfa frá völdum þegjandi og sneypta án þess að það þurfi frekari brýningarorð til.

Óréttlæti og heimskuleg stjórn landsins eru nokkuð sem við getum ekki látið yfir okkur ganga. Eigum við að taka því, sitjandi með hendur í skauti, að landið sé sett á vonarvöl, hálf þjóðin gerð gjaldþrota, sjöttungur þjóðarinnar (mín ágiskun) landflótta, orðstírinn í klósettinu og sjálfsmyndin með? Eigum við að láta bjóða okkur það að vera sett í þessa stöðu og að það sé bara sussað á okkur? Eigum við að láta bjóða okkur það að þessir herramenn tali við okkur eins og börn og ætlist til þess að við sýnum því "skilning" að þeir hafi hálflagt landið í auðn?

Auðvitað ekki. Óréttlæti á að svara með réttlæti.

Jesaja spámaður orðar þetta vel í 32:17, "Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður, og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu."

Vésteinn Valgarðsson, 1.12.2008 kl. 02:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brrrrrr ég er að drepast úr kulda, svona fyrirfram.

Nokkuð til í því sem Eva segir.  Þarf ekki að taka fundina á Austurvelli upp á næsta plan?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 07:04

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Miðað við mætinguna í fyrradag getum við farið að leggja nýja merkingu í hin sígildu orð, "Verkalýðurinn á sér ekkert föðurland."

En með Austurvallarfundina, þá eru þeir góðir en vissulega þörf fyrir að setja í þyngri gír. Hver dagur sem ríkisstjórnin hangir á roðinu er dýr. Mjög dýr.

Vésteinn Valgarðsson, 1.12.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband