Til að losna undan oki innlendra sérhagsmuna!

Ef við viljum losna undan oki innlendra sérhagsmuna, hver er þá leiðin til þess?

(A) Að undirgangast ok erlendra sérhagsmuna sem eru sterkari en þeir íslensku?

(B) Að steypa innlendu sérhagsmununum og láta almannahagsmuni ríkja hérna?

Innlenda valdastéttin er okið sem liggur á okkur og hefur gert frá því á söguöld. Hún hefur sjaldnast unnið ein síns liðs -- einu sinni vann hún með norsku valdastéttinni, lengst af með þeirri dönsku, á fyrri hluta 20. aldar mjög með hinni bresku og á síðari hluta 20. aldarinnar með bandarísk-evrópskri. Þeir vilja mynda bandalag við evrópsku auðstéttina núna.

Missum við fullveldið?

Í sannleika sagt, þá er fullveldið ofmetið. Íslendingar sem slíkir ráða minnstu í þessu landi. Þeir sem mestu ráða eru íslenska auðvaldið. Það er logið að okkur þegar okkur er sagt að við séum ein heild, að við sem þjóð stöndum saman í hagsmunabaráttunni. Það er ekki satt: Við erum stéttskipt. Stéttabaráttan hefur aldrei hætt, hún hefur bara verið á einn veginn undanfarna 2-3 áratugi.

Það er ekki lýðurinn sem ræður í þessu "lýðræði", það er yfirstéttin. Þannig hefur það verið frá landnámi og þannig mun það verða þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.

Það er valdastéttin sem fer með fullveldið, ekki almenningur.
Það er valdastéttin sem stjórnar því hvort við göngum í Evrópusambandið, ekki almenningur.

Þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.


mbl.is Þurfum að deila fullveldi okkar með öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar hagfræðilegu lausnir varðandi evruna eru villandi vegna peningamálastefnu evrópusambandið.

Og einmitt í því samhengi að forðast spillingu með því að taka þátt í annari er að mínu mati ekki lausn.

Þessvegna er nauðsynlegt að gera stjórnarfarsbyltingu.

Ég skal lofa því að það verður umbylting á þingi í flokkum í viðskiptalífi og í hagkerfi. Takk fyrir. Lifi umbyltingin í hvaða formi sem er.

Hvort það gerist lýðræðislega eða með byltingu er spurningin.

Því komandi kynslóðir sjá enga von með yfirvald sem þetta.

Og þá ert þú búinn að króa af mesta kraft sem til er á þessari jörðu.

Það verður skemtilegt að taka þátt í þvi að breyta þessu landi.

Frá auðhyggju til mannauðs og frelsis.

Sama hvað hagfræðingar segja.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvers vegna stillirðu byltingu og lýðræðislegri leið upp sem andstæðum? Þær útiloka ekki hvor aðra, síður en svo.

Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband