4.12.2008 | 03:04
Sprengimenn á amfetamíni
Þegar bandarískar sprengiþotur varpa morðtólum á brúðkaup og barnaskóla í Afganistan eru þær oft komnar langt að. Það er t.d. ekki óalgengt að þær fljúgi frá Ramstein-flugvelli í Þýskalandi, austur til Afganistan og "affermi" sig þar og fljúgi loks aftur til Ramstein-flugvallar í Þýskalandi. Svona langur túr tekur alveg frekar marga klukkutíma. Þá er flugmönnum úthlutað "hressandi" lyfjum af ætt amfetamíns, til að halda haus á langferðinni.
Í fyrri heimsstyrjöldinni man ég líka að hermenn í skotgröfum fengu eiturlyf til að slæva sig að sumu leyti en hressa sig að öðru leyti. Nú, og undir það síðasta, þegar Winston Churchill flutti þrumuræður í breska þinginu, var hann orðinn gamall og hrumur og þurfti líka amfetamín til að hressa sig við. Líflæknirinn hans lét hann fá það, upp á von og óvon hvort hann fengi hjartaáfall og dytti niður dauður eða ekki. Það þarf varla að leita lengi til að finna fleiri dæmi um fjöldamorðingja á örvandi lyfjum.
Kemur þetta annars á óvart? Hver berst í tvo sólarhringa samfellt án þess að nota amfetamín?
Hryðjuverkamenn á kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Satt segir þú.........þetta er löngu vitað.
Venjulegur maður er ekki tilbúinn í svona verk(er í her og verður skilyrðislaust að lúta aga) nema að dómgreind hans sé slævð verulegs eða hreinlega settur á flipp.
Svo fara þessir menn heim til sín að aflokinni herþjónustu án þess að fá hjálp og lenda í alls kyns óngöngum heimafyrir.
Þetta kallast að vera málstað sínum trúr!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.