Loksins -- skref í rétta átt

Það var mikið. Tólf milljóna neyðaraðstoð var rétt ákvörðun, þótt upphæðin sé að vísu engin ofrausn, miðað við alvarleika málsins. Fordæming á glæpaverkunum er líka rétt ákvörðun, þótt það sé alveg tilefni til harðari orða þegar stríðsglæpir eru annars vegar. Aðalskrefið er ennþá óstigið, sem er að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef hryllingsverk Ísraela ganga í alvörunni fram af okkur, þá verðum við að tala við þá á máli sem þeir skilja. Hætta að kinka kurteislega kolli til þeirra og sýna í verki að svona látum við ekki koma fram við meðbræður okkar. Stjórnvöld eiga að slíta stjórnmálasambandi og byrja að undirbúa það strax. Almenningur ætti í leiðinni að hætta að kaupa ísraelskar vörur, hvort sem það eru ávextir (eins og frá Kedem eða Agrexco), snyrtivörur (eins og Dead Sea Products) eða annað. Nokkur dæmi um ísraelskar vörur sem fást víða á Íslandi.
mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband