Hryllingur og stríðsglæpir

Lesið skilaboð frá norskum lækni sem er staddur á Gaza, á Egginni: Stærsti grænmetismarkaður Gaza sprengdur. Lesið líka greinina Óafsakanlegt á Egginni (varúð: myndir sem eru ekki fyrir viðkvæma), Enn er hægt að stöðva þjóðarmorð á Gaza á NEI og Stöðvið blóðbaðið á Gaza.

Það verður að stöðva þennan hrylling og það strax. Harðorð fordæming utanríkisráðherra er góð byrjun, en það þarf að fylgja henni eftir með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.


mbl.is Árás á markað í Gaza borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.

Varst þú kannski líka með árið 2001, Fjeldsted?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 07:51

2 identicon

Ekki skil ég af hverju Vilhjálmur kallar þig alltaf Fjeldsted, Vésteinn, þar sem þú ert Valgarðsson og titlar þig sem slíkan, þó móðir okkar sé Fjeldsted. Á þetta kannski að vera tilraun til níðs? Það væri þá aum tilraun því við höfum ekkert að skammast okkar fyrir í fari móður okkar nema að síður sé. Hvað gengur Vilhjálmi til með þessu?

Ætti ég þá kannski að fara að kalla Vilhjálm "Ödda"? Það væri kannski nær lagi?   :P

Einar Steinn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Vilhjálmur, lesskilningur þinn er greinilega ekki á háu stigi. Gilbert skrifar að ef Bandaríkjastjórn hafi rétt til að drepa óbreytta borgara í Írak, þá hljóti hinir kúguðu líka að hafa jafnframt rétt til að drepa óbreytta borgara í Bandaríkjunum. Er hann ekki bara að leggja morð á óbreyttum borgurum að jöfnu við morð á óbreyttum borgurum?

Vésteinn Valgarðsson, 8.1.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband