Óvönduð fréttamennska

Ríkjandi öfl á Vesturlöndum eru á móti Hugo Chavez, og það sést vel á fréttaflutningi af honum og Venezuela. Þau eru á móti honum vegna þess að hann er á móti þeim. Í frétt af kosningunum á Mbl.is í gær var skrifað: "Chavez mun gegna forsetaembættinu til ársins 2012. Verði tillagan samþykkt mun hann verða lengur við völd." Þetta er bull. Á að taka þetta alvarlega? Fyrst hún var samþykkt getur hann boðið sig aftur fram og þar með setið áfram ef kjósendur vilja það, er það ekki? Svipað og leiðtogar flestra ríkja.

Vestræna auðvaldið þolir ekki leiðtoga eða hreyfingar sem eru á móti heimsvaldastefnunni. Þeim eru gerðar upp alls konar illar hvatir; allt er dregið fram þeim til foráttu og ef menn finna ekki nóg, þá spinna þeir það bara í staðinn. Það eru næg dæmi um þetta. Til dæmis það að kalla hann "einræðisherra". Það er bull. Hvaða einræðisherra tapar kosningum?

Ég er ekki nógu vel að mér til að geta tekið eindregna afstöðu með eða á móti Chavez. Um þetta er þó engum blöðum að fletta: (a) Hann hefur veitt forréttindastéttum lands síns nokkur þung og verðskulduð högg; (b) Hann hefur veitt alþýðu landsins ýmsar langþráðar umbætur og (c) Tilraun hans til að koma á sósíalisma eftir leiðum kerfisins er mjög áhugaverð og mikilvæg lexía, á hvorn veginn sem fer.

Sjá nánar í grein minni frá því í fyrra: Hugo Chavez: Alræmdur orðhákur eða vonarstjarna?


mbl.is Chávez getur verið forseti áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Góð og þörf ábending. Sérstaklega viðeigandi nú hér á landi þegar verið er að tala um þátt fjölmiðlanna hérlendis í gullkálfsdansi undanfarinna ára.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 17.2.2009 kl. 00:30

2 identicon

Veistu ekki að Chaves er að drepa íbúa Venesúela úr fátækt. Hann t.d. vill ekki selja olíuna, helstu útflutningsvöru Venesúela, til útlanda til að afla gjaldeyris. Heldur gefur hann fátæku fólki til að afla sér vinsælda svo hann geti rænt öllu sem er verðmætt, sett það í hendur ríkisins og svo gefið fátækum svo að þeir kjósi hann.

Þetta er svona eins og að þjóðnýta íslenska fiskiflotann en banna að flytja fiskinn út, heldur gefa okkur hann. Nema munurinn á fisk og olíu, það er hægt að borða fisk en ekki olíu. Þess vegna er þjóðin hans að deyja úr fátækt, þrátt fyrir að sitja á mörgum ríkustu náttúruauðlindum jarðarinnar. 

Annað dæmi sem er kannski líkara, en þetta er líkt og við myndum allt í einu banna alla raforkusölu til erlendra aðila og útlendingum að eiga neitt, svo myndi ríkisstjórnin gefa okkur eins mikið rafmagn og við vildum og allir væru ánægðir.

Við á íslandi myndum ekki sætta okkur við það en þau í Venesúela gerðu það af því að það voru svo margir rosalega fátækir. Þannig stöðvaði Hugo iðnþróun í Venesúela. 

Hann veitt ekki forréttinda stéttum högg, heldur landinu öllu.

Ef að þjóðir eru á móti alþjóðavæðingu og því sem henni fylgir þá þurfa þjóðir að einangra sig frá umheiminum og missa þar með af öllu því góða sem heimsvæðingin hefur upp á að bjóða. 

Öllu fylgja kostir og gallar en kostir heimsvæðingarinnar eru tvímælalaust miklu meiri en óskostir.

Chaves er bara einræðisherra sem heldur þjóð sinni nauðugri undir harðstjórn og áróðri.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bull er þetta í þér, Bjöggi. Hvaða einræðisherra heldur þú að tapi í kosningum?

Vésteinn Valgarðsson, 17.2.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Ekki Chavez hið minnsta.  Hvað hefði verið sagt ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði lokað Stöð 2 og Útvarpi Féló vegna þess að þeir fjölmiðlar eru honum óhagsstæðir?  Chavez gerði þetta við hægrisinnaða sjónvarpsstöð sem var lókalstöð í höfuðborginni?  Sósíalískt réttlæti?  Hægrimenn mega ekki hafa skoðanir í Venezúela, það er sorgleg staðreynd virðist vera.

Guðmundur Björn, 17.2.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hann lokaði ekki stöðinni, hann neitaði að endurnýja starfsleyfi hennar eftir að hún tók fullan þátt í valdaránstilraun gegn honum og hvatti til uppreisnar í landinu.

Vésteinn Valgarðsson, 17.2.2009 kl. 16:41

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið helvíti eru Bjöggi og Gvendur Björn vel að sér í innanríkismálum Venezuela. Það mætti jafvel halda að þeir hafi búið þar alla sína hunds og kattartíð, á yfirstéttarheimili að sjálfsögðu.

Jóhannes Ragnarsson, 17.2.2009 kl. 21:33

7 identicon

Bendi á að hagvöxtur Venezuela undanfarinna þriggja ára hefur verið á bilinu 6-8%. Ef það er að drepa fólk úr fátækt, þá bíst ég við að Chavez sé stór sekur.

Elías Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:17

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það má tína fleira til, eins og stórkostlegar umbætur á heilbrigðis- og menntakerfi. Stóri glæpurinn hans Chavez er að hann tekur forréttindum valdastéttarinnar ekki sem sjálfsögðum og nýtir t.d. olíuauð landsins í þágu alþýðunnar, ekki yfirstéttarinnar. Menn eru skotnir fyrir minni sakir í "siðmenntaðri" löndum heldur en Venezuela.

Vésteinn Valgarðsson, 17.2.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband