Sögulegt prófkjör

Ég hygg að þetta prófkjör muni skipta sköpum um framtíð VG. VG er flokkur sem sameinar stóran hluta af vinstrisinnuðum Íslendingum í kring um stefnu sem er með borgaralegt inntak, vinstri-kratísk og umbótasinnuð. VG hefur enn sem komið er aldrei tekið af skarið um afstöðuna til auðvaldsins sem slíks.

Ég fór á skrifstofu VG á föstudaginn og skráði mig í flokkinn. Ástæðan er auðvitað yfirvofandi prófkjör. Þótt stefna flokksins hafi verið vinstri-kratísk og borgaraleg, og ég þar af leiðandi ekki viljað vera félagi, hef ég veitt skilyrtan stuðning hingað til. Ég veit nefnilega að talsverður fjöldi sósíalista er innan VG og að flokkurinn gæti verið staður fyrir sósíalista. Ég fullyrði ekkert um það að sinni. En ef það er einhvern tímann raunhæft að koma sósíalisma að, þá hlýtur það að vera í komandi prófkjöri. Eftir það sem gekk á í haust og vetur, heimtar þjóðin að fá val um eitthvað allt annað en kapítalisma. Það gæti oltið á prófkjöri VG hvort allt það fólk hefur eitthvað til að kjósa í vor eða ekki. Ég ætla að veita þeim brautargengi í prófkjörinu í Reykjavík, sem ég treysti best til að spyrna gegn áhrifum auðvaldsskipulagsins. Ég ætla að leggja mitt af mörkum og vona að aðrir geri hið sama.


mbl.is 32 frambjóðendur í forvali VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gangi ykkur allt í haginn frændi

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vildi að ég gæti tekið þátt í þessu prófkjöri í bænum en þar sem ég er búsett á Skaganum þá gengur það ekki. Margir góðir þarna og sér í lagi vona ég að Önnu Ólafsdóttur Björnsson (snillingi) gangi vel í forvalinu.

Bestu kveðjur og til hamingju með barnið!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Takk fyrir það, bæði tvö.

Ætli það sé ekki hægt að leggja sitt af mörkum í forvalinu í Norðvestur-kjördæmi líka?

Vésteinn Valgarðsson, 23.2.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli verði ekki fremur fátt um fína drætti í forvalinu hjá VG í Norðvesturkjördæmi?

Jóhannes Ragnarsson, 23.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband