25.2.2013 | 14:14
Alvöru aðgerðir í þágu heimilanna
Undanfarið kjörtímabil hef ég oft og margsinnis tjáð óánægju mína með ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. En satt að segja er ég ennþá óánægðari með Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Ef landsmenn kjósa þá kóna yfir sig, þá verður sko farið úr öskunni í eldinn. Það er nákvæmlega ekkert að marka loforð þeirra um aðgerðir í þágu heimilanna. Eina raunhæfa aðgerðin í þágu heimilanna, sem ég hef heyrt boðaða í umræðunni undanfarið, er félagsvæðing fjármálakerfisins og þar með stórlækkaður vaxtakostnaður. Það er alvöru aðgerð. Og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru sko ekki að fara að félagsvæða fjármálakerfið, því get ég lofað ykkur. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, hélt erindi um félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem mér þykir skýra sjónarmið okkar vel: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.
Sjá einnig: Svona minnkum við vægi verðtryggingarinnar.
![]() |
Fyrirheit í þágu heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2013 | 20:02
Tvískinnungshátturinn afhjúpar tækifærisstefnuna
Það þarf forhertan haus til að sjá ekki þversögnina í því að "telja hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins" en vilja samt halda áfram aðlögunar- og samningaferlinu. Ég hefði getað kyngt ýmsum málamiðlunum sem VG hafa gert fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en að samþykkja ESB-umsókn er eitt af því sem ég get ekki sætt mig við. Sá sem vill ekki ganga í sambandið sækir hvorki um aðild að því, né samþykkir umsókn um aðild að því, né kýs flokk sem gerir það. Það er svo einfalt.
Alþýðufylkingin er eini vinstriflokkur á Íslandi sem er fortakslaust á móti ESB-aðild. Stefnuskrá hennar tekur af öll tvímæli um það og framhaldsstofnfundur okkar um síðustu helgi lagði enn frekari áherslu á andstöðuna í Ályktun um Evrópusambandið.
Alþýðufylkingin er flokkur sem vinstrisinnaðir fullveldissinnar geta fylkt sér um og stutt án þess að vera með óbragð í munninum.
![]() |
VG vill ljúka ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2013 | 20:01
Tvískinnungshátturinn afhjúpar tækifærisstefnuna
Það þarf forhertan haus til að sjá ekki þversögnina í því að "telja hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins" en vilja samt halda áfram aðlögunar- og samningaferlinu. Ég hefði getað kyngt ýmsum málamiðlunum sem VG hafa gert fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en að samþykkja ESB-umsókn er eitt af því sem ég get ekki sætt mig við. Sá sem vill ekki ganga í sambandið sækir hvorki um aðild að því, né samþykkir umsókn um aðild að því, né kýs flokk sem gerir það. Það er svo einfalt.
Alþýðufylkingin er eini vinstriflokkur á Íslandi sem er fortakslaust á móti ESB-aðild. Stefnuskrá hennar tekur af öll tvímæli um það og framhaldsstofnfundur okkar um síðustu helgi lagði enn frekari áherslu á andstöðuna í Ályktun um Evrópusambandið.
Alþýðufylkingin er flokkur sem vinstrisinnaðir fullveldissinnar geta fylkt sér um og stutt án þess að vera með óbragð í munninum.
![]() |
Unir niðurstöðunni um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2013 | 14:04
Steingrími bolað burt
Þann 13. febrúar síðastliðinn greindi Sandkorn í DV frá því að mjög væri þrýst á Steingrím J. Sigfússon að víkja sem formaður VG, til þess að minnka skaðann í komandi kosningum. Fram kom að jafnframt væri þrýst á Katrínu Jakobsdóttur að gefa kost á sér í hans stað, en hún hefði tekið dræmt í það.
Þann 14. febrúar reyndi Steingrímur að bera sig vel í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: Ég hef ekkert annað gefið í skyn en það standi til. Ég er formaður og var kosinn á landsfundi 2011 og ég veit ekki til þess að ég hafi gefið mönnum tilefni til vangaveltna um neitt annað.
Þann 15. febrúar fjallaði DV aftur um að reynt væri að fá Steingrím til að víkja og Katrínu til að taka sæti hans.
Þann 16. febrúar tilkynnir Steingrímur loks að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Auðvitað sagðist hann ekki vera að bregðast við minnkandi fylgi í skoðanakönnunum hverjum hefði nú getað dottið það í hug? en hann trúði því samt að ákvörðun hans yrði til góðs fyrir flokkinn. Ansi er ég hræddur um að það sé of seint í rassinn gripið. Og auðvitað sagði hann, eins og hann hefur svo oft orðað það áður, að hann hefði nú aldrei ætlað að verða eilífur augnakarl í þessum stóli. Þvert á móti þætti honum vera kominn tími fyrir kynslóðaskipti.
Lesið restina af þessari grein: Steingrími bolað út: Pólitísk eftirmæli.
![]() |
Katrín fékk 98% í formannskjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2013 | 17:47
Húsnæði og mannauður
Mikið er það skrítið, að það sé hægt að byggja þúsundir fermetra af spítalabyggingum, en ekki koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta um löngu tímabærar kjarabætur. Og hvernig á að borga laun til að manna allar nýju byggingarnar?
Auk þess spurning, sem ég sendi á tölvupóstfangið, sem er gefið upp á heimasíðu Nýs Landspítala, en fékk aldrei svar við: Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir nýrri geðdeildarbyggingu?
![]() |
Barátta fyrir mannsæmandi aðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2013 | 17:42
Auðvelt að vera staðfastur í stjórnarandstöðu
![]() |
Icesave mælikvarði á staðfestuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2013 | 17:33
"þurfti"
![]() |
Ísraelsher hrekur mótmælendur á brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2013 | 16:22
Fullveldiskostur til vinstri
Úr stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar:
Alþýðufylkingin berst skilyrðislaust gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, NATO og öðrum bandalögum heimsvaldasinna. Alþýðufylkingin beitir sér gegn óheftum fjármagnsinnflutningi til landsins og hvers konar skerðingu á fullveldi þjóðarinnar. Einnig styður Alþýðufylkingin baráttu annarra þjóða fyrir eigin fullveldi og gegn hvers konar arðráni og kúgun. Ísland á að beita sér í þágu friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi.
Nánar á bráðabirgðavefsetri Alþýðufylkingarinnar.
![]() |
Vantar fullveldiskost til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2013 | 12:10
Alþýðufylkingin í Harmageddon
18.1.2013 | 13:45
Viðtal við Þorvald á Smugunni
Lesið líka stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar.
14.1.2013 | 12:30
Við ríðum á vaðið
Vinstrisinnað fólk þarf að hafa vinstrisinnaða stjórnmálahreyfingu. Nú er hún fædd.
Það er ekki úr vegi að benda á nánari upplýsingar: http://www.althydufylkingin.blogspot.com/
![]() |
Ný stjórnmálasamtök stofnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2013 | 13:47
Gamli sáttmáli og Nýi sáttmáli
Nú var þessi bloggfærsla stutt og ekki til þess fallin að fara djúpt í saumana, en henni var ekki ætlað slengja bara fram einhverju smellnu slagorði. Ég meina það, að ESB-samningurinn ætti að heita Nýi sáttmáli. Og nú er ég búinn að skrifa grein þar sem ég útskýri það nánar. Gjörið svo vel
Gamli sáttmáli, Nýi sáttmáli og valkostur fyrir alþýðuna
4.10.2012 | 12:39
Framtíð íslenskrar vinstrihreyfingar
Nú þegar æ fleiri vinstrimenn þykjast sviknir af stefnu núverandi ríkisstjórnar vaknar umræðan um þörf fyrir nýjan, trúverðugan vinstriflokk fyrir næstu kosningar. Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að bjarga einkareknum bönkum og viðhalda aðstöðu þeirra til að féfletta almenning, eða að taka fjármálastofnanir í þjónustu fólksins? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að binda íslenskt samfélag á klafa evrópsks auðvalds til frambúðar, eða styrkja fullveldið þjóðinni til hagsbóta? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að auka ítök auðvaldsins á auðlindum lands og sjávar, eða efla félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir þeim? Þessar og fleiri spurningar þurfa vinstrimenn að ræða af alvöru og finna niðurstöðunni farveg við hæfi.
25.9.2012 | 11:30
Gyðingakirkjuna?
Hvað er "gyðingakirkja" eiginlega? Og:
Þeir sem skráðir eru í kirkju kaþólskra, lúterskra eða gyðingakirkjuna borga kirkjugjald sem nemur 8-9% af tekjuskatti.
...geta þessar tölur verið réttar?
![]() |
Fá ekki kirkjulega jarðarför nema borga skattinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2010 | 20:56
Skipalest
Maðurinn var fangelsaður fyrir að hafa kastað steinum í skipalest forsetans
Orðið "convoy" getur þýtt skipalest. En það getur líka þýtt bílalest. Hvort ætli hafi verið tilfellið? Ætli Mogginn sé að spara með því að láta þýðingarforrit sjá um erlendar fréttir?
![]() |
Neita að láta lík af hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2010 | 14:34
Mætið, mætið öll
![]() |
Útifundur á Lækjartorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2010 | 14:31
Gamla góða skiltið mitt
Ég var með skilti sem hefur sést á mörgum öðrum mótmælum, en á því stendur stórum stöfum: Kratar eru höfuðstoð auðvaldsins. Spjaldið er frekar veigalítið og gert úr masoníti. Nú, í einni vindkviðu í fyrrakvöld fauk það af spýtunni og beint í hausinn á tveim stelpum sem áttu sér einskis ills von. Þær meiddu sig sem betur fer ekki, en virtist hafa brugðið í brún. Ég lái þeim það svo sem ekki, hverjum finnst gaman að fá fjúkandi skilti í andlitið? Lærdómurinn er þessi: Það er ekki nóg að klæða sig eftir veðri, skilti þurfa líka að þola veðrið.
![]() |
Meiddist á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 15:54
Aðfarirnar
Hver getur haldið aftur af tárunum, þegar siðmenningin er komin niður á það plan að fólk sé farið að skeyta skapi sínu á saklausum bönkum?
![]() |
Réðist inn í Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 14:11
Eggjum kastað
Það var æðrulaus karl sem fékk fugladrit í höfuðið og þakkaði guði fyrir -- að þetta hefði verið kría en ekki vængjuð belja.
Nú, til eru lönd þar sem fólk kastar ekki eggjum heldur grjóti eða handsprengjum. Einhver hefði nú bara verið feginn að fá í sig egg, í samanburði við það.
![]() |
Eggjum kastað í alþingismenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2010 | 14:07
Borgaraleg skinhelgi
![]() |
Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |