Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.4.2013 | 10:21
Alþýðufylkingin og húsnæðismálin
Það væri þjóðþrifamál að koma á almennilegu húsnæðisleigukerfi, sem væri réttlátt og öruggt. Stærsta vandamálið í húsnæðislánum er samt ekki spurningin um eign eða leigu, og það er ekki einu sinni verðtryggingin. Vandamálið er að fólk getur ekki komið sér upp heimili án þess að borga okurverð -- enda eru okurvextir fjármálakerfisins innbyggðir í bæði kaup- og leiguverð. Lykillinn að réttlátara húsnæðiskerfi er að fjármálakerfið verði félagsvætt, það er að segja, að það verði rekið sem opinber þjónusta með það markmið að veita fólki og fyrirtækjum nauðsynlega fjármálaþjónustu á hagstæðustu kjörum sem hægt er -- og sé ekki fjármagnað með lánum, heldur með samfélagslegu eiginfé. Verðtrygging væri ekki mikið vandamál ef ekki væru vextir, og vanskil yrðu heldur ekki mikið vandamál, þar sem greiðslubyrðin yrði miklu minni. Það yrði kjarabót sem mundi ekki bara muna mikið um, heldur væri það auk þess framtíðarlausn að félagsvæða fjaÅ•málakerfið.
Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar segir þetta um félagsvæðingu og jöfnuð:
Alþýðufylkingin berst fyrir jöfnuði. Til þess er nauðsynleg umfangsmikil félagsvæðing í hagkerfinu. Með félagsvæðingu er ekki aðeins átt við ríkisrekstur eða annað félagslegt eignarhald heldur verði markmið rekstrarins annað og víðtækara en bókhaldslegur hagnaður: Hagur almennings og samfélagsins í heild verði í öndvegi, viðkomandi starfsemi lúti lýðræðislegum ákvörðunum og stefnumörkun og enginn geti haft hana sér að féþúfu.Lykilatriði er að öll fjármálastarfsemi verði félagslega rekin svo hún hætti að soga til sín stóran hluta verðmæta úr hagkerfinu til ágóða fyrir fámennan minnihluta. Þannig skapast mikið svigrúm til að reisa myndarlega velferðarkerfið við og styrkja alla innviði samfélagsins. Einnig skapast með því færi á að verðmætin skili sér til þeirra sem skapa þau með vinnu sinni, og þannig til samfélagsins. Með því að létta vaxtaklafa af vöruverði og húsnæðisskuldum almennings má bæta lífskjörin og stytta vinnutíma. Koma þarf á gegnsæju launakerfi í landinu með hóflegum launamun og launatöxtum sem farið er eftir, og banna launaleynd. Þannig verður m.a. hægt að tryggja launajöfnuð kynjanna og koma í veg fyrir auðsupphleðslu og einokun.Jöfnuður og jafnrétti verði meginregla í öllu samfélaginu. Komið verði með raunhæfum aðgerðum í veg fyrir mismunun á grundvelli kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, búsetu og samfélagsstöðu að öðru leyti. Úrskurður í ágreiningsmálum verði að kostnaðarlausu fyrir aðila, þar á meðal fyrir dómstólum, þannig að réttarfar ráðist ekki af fjárhagsstöðu.Öllum sem ekki geta unnið fyrir sér á almennum vinnumarkaði verði tryggð mannsæmandi framfærsla, án þess að þurfa að kaupa sér lífeyrisréttindi. Undið verði ofan af núverandi lífeyriskerfi sem byggist á sérstakri skattlagningu og söfnun í sjóði sem ætlað er að standa undir lífeyrisgreiðslum með áratuga braski á fjármálamörkuðum, en eru dæmdir til að glatast þar að verulegu leyti. Þess í stað verði komið á samræmdu félagslegu lífeyriskerfi sem tryggir öllum sömu upphæð til framfærslu sem þess þurfa með, hvort sem ástæðan er öldrun, örorka, veikindi, atvinnuleysi eða annað. Reynt verði að skapa öllum skilyrði til að virkja starfsfærni sína í þágu samfélagsins. Starfslok verði sveigjanleg og að nokkru háð vilja hvers og eins.
![]() |
Ekkert í boði sem ég ræð við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2013 | 22:33
Alþýðufylkingin hafnar ESB-aðild fortakslaust
Til hvers þarf að verja fullveldið? Til þess að forréttindastéttirnar geti haldið sínu? Nei: Til þess að við getum byggt upp réttlátt og farsælt samfélag án þess að íhlutun sam-evrópsks auðvalds setji okkur stólinn fyrir dyrnar. Við þurfum að verja fullveldið vegna þess að við þurfum að nota það, og þann rétt sem það færir okkur, til þess að leiðrétta grófasta ranglætið sem viðgengst í efnahagskerfinu. ESB-aðild mundi torvelda það til muna, enda er kapítalismi lögmálið í ESB.
Um samskipti Íslands við umheiminn segir stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar þetta:
Alþýðufylkingin berst skilyrðislaust gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, NATO og öðrum bandalögum heimsvaldasinna. Alþýðufylkingin beitir sér gegn óheftum fjármagnsinnflutningi til landsins og hvers konar skerðingu á fullveldi þjóðarinnar. Einnig styður Alþýðufylkingin baráttu annarra þjóða fyrir eigin fullveldi og gegn hvers konar arðráni og kúgun. Ísland á að beita sér í þágu friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi.
Á stofnfundi Alþýðufylkingarinnar var þessi ályktun samþykkt, til frekari áréttingar á fortakslausri andstöðu við ESB-aðild:
Þegar ríkisstjórnin sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu var látið að því liggja að það væri sakleysisleg athugun á því hvað væri í boði í samningaviðræðum. En síðan hefur milljörðum verið eytt í aðlögun að Evrópusambandsaðildinni og mútur í formi styrkja til að afla málinu fylgis. Hvergi er hins vegar talað um að aðild að sambandinu muni kosta tugi milljarða í aðildargjald.Svo virðist sem beðið sé eftir hentugu tækifæri til að afgreiða málið þegar þjóðin hefur fengið upp í kok af áróðri og þá verði notað sem rök að svo miklu hafi verið eytt í aðildarundirbúninginn að ekki megi láta það fara til spillis. Einnig talar Samfylkingin um aðild að ESB eins og um sé að ræða lausn á gjaldmiðilsvanda.Aðild að Evrópusambandinu snýst hins vegar hvorki um gjaldmiðil eða möguleika á styrkjum. Þegar allt kemur til alls snýst hún um sjálfstæði þjóðarinnar og möguleika hennar á að taka lýðræðislegar ákvarðanir um framtíð sína. Kjarninn í regluverki ESB snýst um frjálshyggju og markaðsvæðingu. Allt skal keypt og selt á markaði sem mögulegt er. Þannig vilja auðmenn ESB komast yfir samfélagsleg gæði á Íslandi, auðlindir, vinnuafl og fyrirtæki, eins og í Grikklandi og öðrum ríkjum ESB. Það mun auka enn á ójöfnuð og torvelda okkur sem þjóð að breyta því og vinda ofan af markaðsvæðingunni.
12.4.2013 | 15:10
Framboðslistar Alþýðufylkingarinnar
Listar Alþýðufylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar 27. apríl 2013
![]() |
Ellefu framboð í flestum kjördæmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2013 | 12:53
Gjaldfrjálsar tannlækningar
Tannlæknisþjónusta ætti að lúta sömu reglum og önnur læknisþjónusta: Hún á að vera gjaldfrjáls.
Úr stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar:
Alþýðufylkingin beitir sér fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins. Aukin félagsvæðing í hagkerfinu býr til svigrúm til að veita meira fé til heilbrigðismála. Skapa þarf aðstöðu til að öll heilbrigðisstarfsemi geti verið félagslega rekin eða farið fram á vegum hins opinbera, svo fjármunir nýtist betur og leitast við að ná samkomulagi við heilbrigðisstarfsfólk um það fyrirkomulag. Markmiðið verði að allir geti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa eftir því sem tækni og þekking leyfir, án endurgjalds og að sem mestu leyti í sínu heimahéraði. Heilsugæslan verði efld og bættri lýðheilsu gefið aukið vægi. Tannlæknaþjónusta lúti sömu reglum og önnur læknisþjónusta og lyfjaframleiðsla og lyfjaverslun verði hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu.
![]() |
Samningar við tannlækna í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2013 | 13:21
Auðlindasjóður er góð hugmynd en krefst varúðar
Það er eðlilegt að stofna sjóð til að taka við auðlindarentunni, en það er ekki nóg. Það þarf að læra af fordæmi lífeyrissjóðanna -- ef sjóðurinn er notaður í brask, þá er ekki bara stór hluti hans dæmdur til að tapast í næstu kreppu, heldur verður hann í millitíðinni búinn að féfletta venjulegt fólk. Svona sjóði á að verja í uppbyggingu félagslegra og efnahagslegra innviða í samfélaginu. Hann á að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni, byggingu vega og hafna, sjálfbærs iðnaðar og menntastofnana, svo nokkuð sé nefnt. Það ætti að skoða það vel að taka drjúgan hluta svona sjóðs frá og láta landshlutana sjálfa velja hvernig á að fograngsraða það sem þeim fellur í skaut.
Úr stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar:
Alþýðufylkingin beitir sér markvisst fyrir því að auðlindir lands og sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar, óframseljanlegar og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar. Fiskveiðiheimildir verði innkallaðar og þeim úthlutað til skamms tíma í senn meðan unnið verði að framtíðarskipan í sjávarútvegi. Komið verði í veg fyrir að útgerðarmenn geti braskað með fiskveiðiréttindi.Alþýðufylkingin berst gegn því að auðmenn sölsi undir sig vatns- og orkuauðlindir þjóðarinnar. Til þess er nauðsynlegt að þær séu reknar félagslega, með hóflega nýtingu og þarfir þjóðarinnar að leiðarljósi. Allur hagnaður af auðlindunum skal skila sér í bættum lífskjörum þjóðarinnar.
![]() |
Undirbúa stofnun auðlindasjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 15:43
Alþýðufylkingin brött og bjartsýn
![]() |
Framsókn með 30,2% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2013 | 17:30
Hvað er þessi "félagsvæðing", sem allir eru að tala um?
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, heldur framsögu um félagsvæðingu þriðjukvöldið 9. apríl kl. 20:00, í kosningamiðstöð Alþýðufylkingarinnar að Hverfisgötu 82:
Hvað er félagsvæðing? Út á hvað gengur hún? Af hverju er hún lykillinn að farsælli efnahagsstefnu fyrir Ísland? Hver græðir á henni og hver tapar á henni? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í framsögunni.
Einnig má benda fólki á að lesa eldra erindi: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.
23.3.2013 | 23:34
...og þótt fyrr hefði verið
![]() |
Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2013 | 17:35
Á skal að ósi stemma
Það eru mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið og það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt að við hjálpumst að við að tryggja öllum það, og líka betra fyrir hvern og einn. Íbúðarhúsnæði á að vera hægt að fjármagna með félagslega reknu fjármálakerfi, sem er ekki markaðsdrifið og rekið í gróðaskyni fyrir sjálft sig, heldur beinlínis til þess að auðvelda fólki að koma sér upp heimili. Þannig kemur gróðinn fram í að samfélagið dafni og að fólk geti notað peningana sína í eitthvað annað en að borga vexti.
Markaðsdrifin fjármálastarfsemi sýgur til sín stóran hluta af verðmætum samfélagsins, bæði beint í gegn um afborganir og óbeint í gegn um fjármagnskostnað sem er innbyggður í húsaleigu. Þetta kerfi þjónar örlítilli forréttinda stétt vel, en öllum almenningi illa.
Ég er til í að styðja allar ráðstafanir sem eru almenningi og heimilunum til hagsbóta. En slíkar ráðstafanir eru ekki fullnægjandi nema fjármálakerfið verði félagsvætt þannig að fólk geti fengið nauðsynlega fjármálaþjónustu á sínum eigin forsendum og án þess að annarleg sjónarmið spilli fyrir því og éti allt upp jafnóðum.
Sjá einnig: Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar.
![]() |
Flokkur heimilanna stofnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2013 | 12:19
Leynivopn Alþýðufylkingarinnar
![]() |
Framsókn bætir enn við sig fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |