Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Lesið glænýja grein um stefnu Alþýðufylkingarinnar í velferðarmálum og mannréttindamálum:
"Gefið mér ykkar þreyttu, fátæku og kúguðu sem þrá að draga andann frjálsir"
á kosningavef DV.is
26.5.2014 | 21:33
Sósíalismi í einu sveitarfélagi
Það er ánægjulegt að sjá framsókn og íhald stefna í sína sneypulegustu útreið á friðartímum. En hvað með hina flokkana? Að mínu viti er þar einn sem knár þótt hann sé smár, það er Alþýðufylkingin (ég játa líka að ég er hlutdrægur, þar sem ég er virkur félagi í henni).
En áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kjósa, skora ég á ykkur að skoða stefnuskrána okkar. Hún er fljótlesin og skorinorð og sker sig úr öðrum stefnuskrám þar sem hún boðar kúvendingu í borginni í félagsvæðingarátt. Hún er hér:
>> Sósíalismi í einu sveitarfélagi <<
![]() |
Sterkari í kosningum en könnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2014 | 15:05
Ósjálfbær borgarsamfélög í fjötrum markaðsvæðingar nýfrjálshyggjunnar
Ég vek athygli á þessum fundi á miðvikudagskvöldið:
Ólafur R Dýrmundsson með framsögu á fundi Alþýðufylkingarinnar um umhverfismál
Alþýðufylkingin boðar til fundar um umhverfismál, byggðamál og fæðuöryggi miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 í Friðarhúsi Njálsgötu 87.
Gestur fundarins og framsögumaður er Ólafur Dýrmundsson ráðunautur. Hann nefnir erindi sitt "Ósjálfbær borgarsamfélög í fjötrum markaðsvæðingar nýfrjálshyggjunnar - Hugleiðingar og ábendingar varðandi Reykjavík.
Á eftir erindi hans verða umræður um umhverfismál í víðum skilningi.
Kaffi á könnunni.
Sjá þetta og fleira á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar -- þar má sérstaklega benda á borgarmálastefnuskrána: Sósíalismi í einu sveitarfélagi.
7.4.2014 | 19:36
Hlakka bara til fordæmisins
Ef skuldaleiðrétting hefur það fordæmisgildi að fjármálaauðvaldið geti átt von á að verða skorið niður þegar það gengur of langt, þá hlakka ég til að sjá það. En það er betra að gera sér hófstilltar vonir í þessu. Það á eftir að koma í ljós hvernig tekst til, og ef það gengur eftir yrði ég hissa ef fjármálaauðvaldið fyndi fyrir því. En það má víst vona.
Þess má annars geta að Alþýðufylkingin býður fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Stefnuskrána má lesa hér: Sósíalismi í einu sveitarfélagi og ef einhver þarna úti kærir sig um að fjármálaauðvaldinu verði settar skorður, þá er Alþýðufylkingin rétta framboðið til að kynna sér.
![]() |
Óttast ekki fordæmisgildið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2014 | 12:44
Hér vantar besta aprílgabbið:
Aprílgabb Vantrúar var fréttin Ríkiskirkjan og guðfræðideild semja um kennslu -- drepfyndin paródía þar sem látið var eins og kirkjan hefði samið um greiðsluþátttöku í kennslu fyrir sjálfa sig í kristinfræðideild Háskóla Íslands. Eina er að Aprílgabbið var ekki gabb heldur alvara!
![]() |
Nakin í jóga og brunnin leikföng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2014 | 14:16
Sósíalismi í einu sveitarfélagi
![]() |
Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2013 | 19:09
Katrín Jakobsdóttir á fundi Alþýðufylkingarinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 22:59
Alþýðufylkingin er stolt og bjartsýn
Inga Sigrún Atladóttir skrifar afsökunarbeiðni vegna þess sem miður hefur farið hjá Vinstri-grænum á kjörtímabilinu. Margt er gott í þessum pistli og sumt stendur mér það nærri, sem fyrrverandi félaga í VG, að mér þykir rétt að bregðast við. Inga segir t.d. réttilega að talsmenn vinstristefnu virðist hafa misst sjálfstraustið eftir langvarandi áróður hægriaflanna. Það er út af fyrir sig rétt en það sem verra er, þá hafa þeir líka bæði misst áttanna, og traustið á fólkinu.
Sá sem hefur skýra vinstrisinnaða sýn, sér að höfuðmeinsemdir þjóðfélagsins hverfast meira og minna í kring um þá staðreynd að hér ræður fámenn yfirstétt ríkjum og arðrænir hina. Í öðru lagi að eina aflið sem getur staðið gegn valdi auðstéttarinnar er samtakamáttur fólksins og þá því aðeins að hann sé skipulagður og honum sé beint gegn forréttindum valdastéttarinnar. Þessi skilningur einkennir ekki stefnu eða forystu Vinstri-grænna, fremur en annarra krataflokka, hvorki fyrir né eftir formannaskiptin.
Það er ekki nema eðlilegt að forysta flokks, sem stendur í stappi en skilur hvorki hvaða markmiðum hún ætti að berjast fyrir, né með hvaða tækjum, missi sjálfstraustið.
Einhver kynni að spyrja hvað sé þá eiginlega eftir?
Nokkuð annað en þvæld síð-endurskoðunarstefna, í bland við þá speki Hermanns Jónassonar að allt sé betra en íhaldið?
VG hefur sýnt stefnu sína í verki. Það er stefnan um að laga sig að kröfum Samfylkingarinnar, þó það kosti ESB-aðild. Laga sig að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Laga sig að kröfum fjármálaauðvaldsins og endurreisa gálgana. Laga sig að kröfum kvótaauðvaldsins og fresta afnámi kvótakerfisins þangað til það kemst í öruggt skjól næstu hægristjórnar. Boða sæstreng til Evrópu. Banna verkfall og ríghalda í punginn í kjarasamningum við opinbera starfsmenn. Stefna sem hlýtur að valda vinstrimönnum bæði vonbrigðum og álitshnekki.
Í afsökunarpistli Ingu Sigrúnar nefnir hún að það hafi ekki verið byggt upp fjármálakerfi á grunni sameignar í anda vinstrimanna það eru orð að sönnu. Ég man ekki á hve mörgum flokksráðsfundum voru fluttar ályktunartillögur, m.a. af mér sjálfum og Þorvaldi Þorvaldssyni, um félagsvæðingu fjármálakerfisins, og ýmist felldar jafnharðan eða vísað frá að ógleymdum báðum landsfundunum sem ég sat, og mörgum fundum sem ég sat ekki. Ástæðan blasir auðvitað við: Flokkurinn er bara hægrisinnaðri heldur en hann vill sjálfur kannast við, því miður. En verkin tala sínu máli og fáir sem láta plata sig aftur.
Einhver spurði áðan hvað væri eftir. Vinstristefnan er eftir, þótt VG hafi yfirgefið hana.
Kallið mig spámann, en ég bar aldrei miklar vonir til ríkisstjórnarinnar sem nú er að fara frá. Að vísu nógu miklar til að verða dálítið vonsvikinn en aðallega nógu litlar til að segja bless við flokkinn í tæka tíð til að stofna nýjan, í félagi við fleiri vinstrimenn sem vilja ekki bara kalla sig vinstrimenn heldur fylgja og stunda vinstristefnu.
Alþýðufylkingin er komin fram á sjónarsviðið, komin til að vera og er opin fyrir hverjum þeim sem eru sammála stuttri og skýrri stefnuskrá okkar: Við stöndum fyrir fullveldi, jöfnuð og fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Vinstrimenn eru boðnir sérstaklega velkomnir, til að taka loksins þátt í uppbyggingu flokks sem er á forsendum vinstrimanna og í anda vinstrimanna.
![]() |
Vinstri hugsun bar af leið á kjörtímabilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2013 | 20:13
Evran er mjög árangursrík -- án djóks
Bandaríski rannsóknarblaðamaðurinn Greg Palast skrifaði grein síðasta sumar, sem mér fannst svo góð að ég þýddi hana og birti á vefritinu Egginni. Í vikunni birtist hún líka á síðu Alþýðufylkingarinnar undir yfirskriftinni Evran er mjög árangursrík -- gegn vinnandi fólki -- lesið hana, hún skýrir vel árangurinn sem evrunni er ætlað að hafa, og sem hún hefur.
Í því samhengi má svo geta þess að Alþýðufylkingin er fortakslaus andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar, samanber eina af stofnályktunum okkar:
Ályktun framhaldstofnfundar Alþýðufylkingarinnar 16.2. 2013 um ESBÞegar ríkisstjórnin sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu var látið að því liggja að það væri sakleysisleg athugun á því hvað væri í boði í samningaviðræðum. En síðan hefur milljörðum verið eytt í aðlögun að Evrópusambandsaðildinni og mútur í formi styrkja til að afla málinu fylgis. Hvergi er hins vegar talað um að aðild að sambandinu muni kosta tugi milljarða í aðildargjald.Svo virðist sem beðið sé eftir hentugu tækifæri til að afgreiða málið þegar þjóðin hefur fengið upp í kok af áróðri og þá verði notað sem rök að svo miklu hafi verið eytt í aðildarundirbúninginn að ekki megi láta það fara til spillis. Einnig talar Samfylkingin um aðild að ESB eins og um sé að ræða lausn á gjaldmiðilsvanda.Aðild að Evrópusambandinu snýst hins vegar hvorki um gjaldmiðil eða möguleika á styrkjum. Þegar allt kemur til alls snýst hún um sjálfstæði þjóðarinnar og möguleika hennar á að taka lýðræðislegar ákvarðanir um framtíð sína. Kjarninn í regluverki ESB snýst um frjálshyggju og markaðsvæðingu. Allt skal keypt og selt á markaði sem mögulegt er. Þannig vilja auðmenn ESB komast yfir samfélagsleg gæði á Íslandi, auðlindir, vinnuafl og fyrirtæki, eins og í Grikklandi og öðrum ríkjum ESB. Það mun auka enn á ójöfnuð og torvelda okkur sem þjóð að breyta því og vinda ofan af markaðsvæðingunni.
18.4.2013 | 14:25
Útilokunarstefnan í VR
"Hverfi stjórnarmaður frá verslunar-, þjónustu- og skrifstofustörfum, eða tekur að stunda atvinnu, sem fellur undir starfssvið annarra stéttarfélaga, skal kjósa mann í hans stað við fyrsta stjórnarkjör á eftir." (10 grein félagslaga VR)
Þessi grein var sett inn í lögin á aðalfundi fyrir rúmum tveim árum og með henni eru öryrkjar, atvinnulausir og aðrir lífeyrisþegar útilokaðir frá kjörgengi til stjórnar félagsins. Af hverju? Svar VR-íhaldsins er að félagið "sé fyrir fólk á vinnumarkaði" -- hvaða skilaboð eru það til þeirra hundruða öryrkja, ellilífeyrisþega og atvinnulausra sem eru í félaginu og borga félagsgjöld? Er það fólk þá allt saman óvelkomið?
Það er lágkúrulegt að einskorða kjörgengið við fólk sem er á vinnumarkaði þegar raunverulegur tilgangur er að halda Kristni Erni Jóhannessyni eða Guðmundi Inga Kristinssyni utan stjórnarinnar.
Af því þeir eru öryrkjar? Kommon!
Lesið grein Guðmundar Inga Kristinssonar: Óvirðing og óréttlæti.
![]() |
Ólafía tekin við sem formaður VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |