Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.6.2014 | 22:07
Glæsilegur árangur í kosningum
Þótt al-Sisi hafi gjörsamlega einokað opinberan vettvang og mótframbjóðandinn varla verið til, og þótt vandsveinar á vegum al-Sisi hafi lúbarið þessa fáu stuðningsmenn mótframbjóðandans sem varla var til, þá er 96,6% samt sem áður svo glæsilegur árangur í þessum mjög svo lýðræðislegu kosningum að réttast væri að senda glæsimenninu bréf og óska honum til hamingju, svipað og þegar Salvador Dali sendi Ceausescu skeytið á sínum tíma og óskaði honum til hamingju með að hafa fengið þennan flotta veldissprota:
![]() |
Sisi er nýr forseti Egyptalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2014 | 21:16
Gula hættan mætt á svæðið?
Ætli svona "norðurljósarannsóknastöð" sé ekki dulnefni fyrir herstöð? Hvar er Framsóknarflokkurinn núna, að afturkalla lóðarúthlutunina? Á að láta kínverska heimsveldið leggja undir sig Reykjadalinn líka, og það án nokkurs viðnáms?
![]() |
Kínverjar rannsaka norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2014 | 19:52
Sósíalismi í einu sveitarfélagi
Áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kjósa, skora ég á ykkur að skoða stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar. Hún er fljótlesin og skorinorð, og sker sig úr öðrum stefnuskrám þar sem hún boðar kúvendingu í borginni í átt til félagsvæðingar. Hún er hér:
29.5.2014 | 14:07
Meinar hann oddvita Framsóknar??
1. Vísasta leiðin til að veita öfgahreyfingum hljómgrunn er að veita þeim skjól í 'mainstream' stjórnmálum, eins og Framsóknarflokkurinn gerir þessa dagana. Og talandi um "að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju", af hverju tekur Sigmundur þá ekki opinbera afstöðu gegn þessu rasismadaðri síns eigin fólks?
2. Það eru ekki frjálslyndir menn sem vilja skerða trúfrelsi annarra eða kúga minnihlutahópa. Og með orðum Sigmundar: "Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreyndum. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæðing til að rétt læta sjálfa sig." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.
3. Ófyrirleitnir tækifærissinnar grípa hvað sem er, reyna að höfða til hvers sem er, til að snapa sér stuðning og vekja athygli á sér. Með orðum Sigmundar: "Þeir sem reynt hafa að beita slíkum brögðum í stjórnmálaumræðu síðustu daga eru að stórum hluta þeir sömu og áður hafa komið fram með sams konar upp hrópanir af til efnislausu. Það kemur því miður ekki á óvart. Tilgangurinn helgar meðalið." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.
Hann þekkir þetta, hann Sigmundur.
![]() |
Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2014 | 11:18
Alþýðufylkingin: Velferð er vinna - x-R
Ég vek athygli á nýrri grein um stefnu Alþýðufylkingarinnar í velferðarmálum:
Alþýðufylkingin: Velferð er vinna - x-R
28.5.2014 | 13:33
Betri titill
Þessi bók hefði betur heitið "Ævi og störf hræsnara", "Minningar stríðsglæpamanns" eða "Á mála heimsvaldastefnunnar".
En sá titill hefði reyndar ekkert síður átt við ævisögur margra annarra bandarískra utanríkisráðherra.
![]() |
Erfiðar ákvarðanir Hillary Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2014 | 12:15
"meðal annars gegn innflytjendum"
![]() |
Evrópa tilheyrir okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2014 | 11:54
Auðvitað á að leyfa moskuna
28.5.2014 | 11:29
Alþýðufylkingin vill hafa flugvöllinn
Ég vek athygli á stuttri útskýringu á viðhorfi okkar til Reykjavíkurflugvallar:
Alþýðufylkingin vill hafa flugvöllinn
28.5.2014 | 08:25
Svör xR við spurningum Grapevine
Reykjavík Grapevine hefur birt spurningar og svör framboða vegna kosninganna á sunnudaginn. Þar er Alþýðufylkingin fremst meðal jafningja, nema hvað, og okkar svör má lesa sérstaklega hér ef fólk vill stytta sér leið.
Og Reykvíkingar, kjósið x-R á sunnudaginn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)