Ég trúi honum ekki

Það getur verið að hann sé að segja satt. Það getur verið. En ég trúi því ekki. Þótt lögreglan hafi almennt séð verið spök undanfarnar vikur, þá hefur hún gert nógu mörg mistök og misreiknað sig nógu oft í gegn um tíðina til að það sé ekki hægt að stóla á hana. Hún hefur líka sagt ósatt í nógu mörgum málum til þess að það beri að taka orðum hennar með fyrirvara. Ég trúi því alveg upp á stjórnendur lögreglunnar að hafa ætlað að vera sniðugir og kippa úr umferð manni sem þeir héldu að yrði höfuðpaur í óeirðunum sem Fréttablaðið hótaði hálfpartinn á föstudaginn. Ég trúi því hins vegar ekki að þeir séu svo vitlausir að taka Hauk óvart fastan án þess að detta í hug að því yrði mótmælt hástöfum. Þeir höfðu pata af því að einhverjir væru að rífa kjaft á netinu. Big news þar á ferð. Í staðinn fyrir að afstýra æsingi, þá urðu þeir valdir að honum. Ég trúi því ekki að löggan sé "vond" frekar en annað fólk. En ég veit að hún er mannleg og misreiknar sig stundum.

Ef Stefán er ekki beinlínis að ljúga, þá er lögreglan heimskari en ég hélt.


mbl.is Handtakan illa tímasett og úr takt við aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er búið að skýra málið og Stefán Aðalsteinsson ætti að fara á endurmenntunarnámskeið í HÍ í lögum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2008 kl. 07:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ragnar Aðalsteinsson átti þetta að vera!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2008 kl. 07:35

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég efast samt.

Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Auðvitað kom þetta mótmælunum á Austurvelli ekkert við. Lögreglan var bara að vinna vinnuna sína. Tímasetningin var auðvitað tilviljun var það ekki, menn eins og Haukur Hilmarsson, fánamaður, eru auðvitað efst á lista viðfangsefna lögreglunnar nú á tímum. Þeir hafa ekki tíma til að skoða tugmilljarða þjófnaði á peningum almennings meðan menn eins og Haukur ganga lausir.

Guðmundur Auðunsson, 24.11.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband