Hefur herskár íslamismi eitthvað með íslam að gera?

Það er ekki hægt að slíta sundur eitt trúarbragð og túlkun á því sama trúarbragði, þótt hún sé herská. Það koma auðvitað fleiri breytur inn í, efnahagslegar, pólitískar o.fl., og svo þessi vel þekkta dýnamík, þar sem þjóðfélagshópur er framandgerður, hæddur, smánaður eða eftir atvikum ofsóttur, til að auðvelda afturhaldssömum öflum að deila og drottna yfir þjóðfélaginu. Ísland er (því miður) engin undantekning á þessu.

Það eru til ýmsar túlkanir á íslam, eins og á kristni, og það hlýtur að vera eitthvert samspil hefðar og hagsmuna sem ræður því hvaða túlkun er ríkjandi á tilteknum stað og tiltekinni stund. Þannig að það er hvorki rétt að íslam orsaki alltaf öfgar, né að það geri það aldrei.

Að mismuna múslimum sem slíkum, eða að ofsækja þá, eða að taka þátt í að espa upp andúð á þeim, það er eitt af því skaðlegasta sem vesturlönd geta gert í stöðunni. Fyrir einhver annarleg öfl er það auðvitað fýsilegt, það getur vissulega opnað möguleika á öðrum leiðum til að njósna og beita ofbeldi til þess að ná eða halda völdum.

Sá sem tekur undir þetta rasíska æsingatal, tekur þátt í að ydda mótstöðuna. Hann tekur þátt í að herða hnútana, auka spennuna. Fórnarlömbin verða ekki einu sinni "bara" múslimar. Heldur við öll.

Sá sem tekur þátt í æsingnum hjálpar hryðjuverkamönnunum að ná markmiðum sínum.

Er það ekki annars bannað með lögum?


mbl.is Hafa ekki næga þekkingu á trúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfnaljós

Þeir eru glámskyggnir, þessir brennumenn, að hefna sín svona.

Þegar ég fór til Egyptalands 2008 talaði ég við þónokkra Egypta sem var nánast létt að ég væri Íslendingur en ekki Dani. Þeim var nefnilega illa við Dani, vildu t.d. ekki versla við þá, vegna Múhameðsteikninga Jótlandspóstsins. Líbanons-Daninn Ahmed Akkari hafði þá nokkru áður farið um mörg múslimalönd og sýnt þar myndir úr franskri svína-eftirhermukeppni, og sagt að svona sýndu Danir spámanninn.

Einn sem við töluðum mikið við var blaðamaður. Hann var ekkert að æsa sig út af Múhameðsteikningunum, hann var samt sanntrúaður múslimi en kvaðst vera vestrænt sinnaður. Hann tók þó fram að hann hefði ekki þetta vestræna umburðarlyndi fyrir kynvillingum.

Hann kúgaðist um leið og hann sagði orðið, "kynvillingur".

Þetta var skondinn náungi og gat sagt okkur frá mörgu. Hann sagði mér t.d. að í Egyptlandi væri opinber ritskoðun á fréttum, en hún næði bara til frétta um herinn. Það mætti ekkert birta um herinn nema fréttin hefði verið samþykkt af ritskoðunarstofu hersins.

Eins og ég sagði, þá var hann slakur út af Múhameðsteikningum Jótlandspóstsins, en þær bárust auðvitað í tal. Það þurfti ekkert að útskýra fyrir honum að það væri prentfrelsi í Danmörku. En ég sagði honum frá fölsuninni hans Akkaris, hvernig málið hefði verið afflutt til þess að æsa múginn upp. Hann varð alveg forviða, fannst þetta algjört hneyksli.

Þannig að ég spurði hann auðvitað hvort hann vildi ekki -- úr því að hann væri blaðamaður -- ekki skrifa grein um þessa. Ég bauðst til þess að finna öll gögn og heimildir fyrir hann.

Félaginn strauk sér um hökuna. Sagði að hann vildi það ekki.

Það er ekki ritskoðun. Hann vildi bara ekki skrifa um þetta.


mbl.is Kveikt í kirkjum í Níger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Okkar" íslamska ríki

Á meðan vestræn ríki æðrast (með réttu) yfir óþokkunum í IS, en hindra hvorki Flóaaraba né Tyrki í að aðstoða þá, né hjálpa sýrlenska hernum að berjast gegn þeim, þá sitja aðrir óþokkar í friði í hinu íslamska ríkinu, Saúdi-Arabíu, og eiga að heita vinir okkar. Gott ef ekki meiriháttar bandamenn í stríði gegn hryðjuverkum og, haldið ykkur nú fast, í baráttunni fyrir lýðræði. Gefa þeir íslamistunum í Írak og Sýrlandi þó ekkert eftir í aftökunum, svo ég nefni bara eitt dæmi. Það er ekki einu sinni hægt að kalla þetta lélegan brandara. Einu sinni sagði einhver háttsettur Kani að einhver harðstjórinn væri kannski tíkarsonur, en hann væri allavega okkar tíkarsonur. Nú mætti, að breyttu breytanda, segja að Saúdi-Arabar séu okkar íslamska ríki.


mbl.is Kona hálshöggvin fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt og rangt vs. leyft og bannað

Almennt séð má segja að það sé rétt að sparka upp fyrir sig og rangt að sparka niður fyrir sig. Maður níðir ekki minni máttar. Er það eitthvað flókið?

Er það ekki skrítið, hvað margir virðast eiga erfitt með að greina á milli þess sem er löglegt eða ólöglegt annars vegar, og þess sem er rétt eða rangt hins vegar? Þess sem menn hafa eða hafa ekki leyfi til, og þess sem er rétt og rangt?

Það væri löglegt en samt rangt ef ég boðaði að afnema bæri mannréttindi í landinu. En ef ég kallaði konung Saúdi-Arabíu holdgerving mannréttindabrota, þá væri það lögbrot, vegna þess að það er bannað að smána erlenda þjóðhöfðingja ... en væri það samt ekki satt?

Mér finnst ekkert vanta mosku í Reykjavík. En múslimar hafa samt leyfi til að byggja hana. Ég ætla ekki að reyna að svipta þá þeim rétti, ekki frekar en að ég skipti mér af því þegar að byggja enn eina kirkjuna. Það er jú trúfrelsi, er það ekki?

Er eitthvað athugavert við íslam sem hugmyndafræði? Já, svo sannarlega. Er þar með réttlætanlegt að drulla almennt yfir fólk sem kemur frá samfélögum þar sem íslam er ríkjandi trúarbragð, sk. múslima? Nei! Það er ekki í lagi að mismuna minni máttar þjóðfélagshópum, hvað þá ofsækja þá!

Ég hef ýmislegt á móti íslam sem slíku. Ég gæti orðað það á grófari hátt. En ég skal glaður segja hvers vegna ég tek ekki undir kór múslimahataranna: Það er vegna þess að múslimar eru ekki illmenni og óþokkar, það er bæði ósanngjarnt, ranglátt og ljótt, og líka skaðlegt fyrir okkur hin, að leggja þá í einelti eða beita þá, og þess vegna vil ég ekki taka þátt í því. Á að meðhöndla heiðarlega múslima öðruvísi en heiðarlega ómúslima? Á að meðhöndla óheiðarlega múslima öðruvísi en óheiðarlega ómúslima?

Þegar fólk sem ræður yfir fjölmiðli ákveður að nota hann til að hæðast að minni máttar eða smána hópa sem eiga undir högg að sækja, þá er það illa gert. Og til að tregt fólk misskilji mig ekki, þá réttlætir það ekki fjöldamorð. En það er samt illa gert. Það er engin réttlæting að segja að "teiknararnir á Charlie Hebdo hafi dáið fyrir það" -- það er samt illa gert. Þeir notuðu rétt, sem þeir höfðu, til ills. Þeir dóu fyrir vondan málstað. Því miður.

Það er hægt, að breyttu breytanda, að segja svipað um Jótlandspóstinn og Múhameðsteikningarnar. Múhameðsteikningarnar voru ekki fyndnar (ju, reyndar þessi sem sýndi ungan innflytjanda sem heitir Múhameð, og var búinn að skrifa á krítartöflu, á arabísku, að Jótlandspóturinn væri próvókerandi afturhaldssnepill).

Að þetta hræðilega fjöldamorð sé einhver "árás á tjáningarfrelsið" er auk þess bull. Sko: Ef ég kalla Jón nágranna fábjána, og hann gefur mér á kjaftinn í staðinn, er hann þá að skerða tjáningarfrelsi mitt? Nei, það er líkamsárás. Það væri skerðing á tjáningarfrelsi ef Jón nágranni fengi Alþingi til að samþykkja lög sem bönnuðu mér að kalla hann fábjána.


mbl.is Skop í fattlausum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð mynd

Þessi mynd er alveg hreint rosalega flott!

(Sorrí ... þetta er ekki innihaldsrík bloggfærsla, ég get bara ekki orða bundist!)

...........

(Ég hef séð mynd af Lenín í flagnaðri málningu á einum veggnum á Kleppsspítala. Ætli Daily Mail mundi fjalla um það ef ég tæk mynd af honum?)


mbl.is Jesús í norðurljósunum yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandalismi + hitt minnismerkið

Minnisvarðar jafnvel bestu manna verða fyrir skemmdarverkum og ég tek undir að borgin ætti VV og HHað láta laga minnismerkið um Helga sem fyrst. Nú, eða þá að framtakssamir menn geri það bara sjálfir.

Helgi vildi ógilda sína eigin skírn, sem er ekkert voðalega ósanngjörn krafa. Hann rak sig hvarvetna á veggi skilningsleysis, íhaldssemi og stífni kirkjunnar og annarra ríkisstofnana með erindi sitt.

Helgi var heiðursfélagi í Vantrú. Hann kom með okkur á Austurvöll til að vera við setningu Alþingis 2004 (þar var meðfylgjandi mynd tekin af honum og mér), þar sem við gáfum Alþingismönnum skyr.

minnismerki vantruar um helga Helgi Hóseasson var auðvitað sérvitringur, en hann var aðallega vænn maður og mjög misskilinn. Mér þykir vænt um hvað margir minntust hans með hlýhug þegar hann dó. Vantrú minntist síns fyrsta heiðursfélaga með öðrum minnisvarða, sem er minna áberandi en er felldur í stéttina þar sem Helgi stóð gjarnan.

 


mbl.is Skemmdu minnisvarða um Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gildishlaðin greining

Nú getur það vel verið að Jón Gnarr mundi éta Ólaf Ragnar lifandi ef þeir tækjust á í kosningum, sem kæmi mér að vísu á óvart miðað við aldur Ólafs. Vita þetta ekki annars allir Íslendingar? Og hvað er "ráðgjaf­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­ið Ver­dicta"? Ég get alveg fallist á að svona greining hafi eitthvert fréttagildi, þótt hún sé gildishlaðin, en væri ekki eðlilegt að láta einhverja fyrirvara fylgja? Ég bara spyr.

Að Ólafur Ragnar hafi talað "gagnstætt sumum gildum þjóðarinnar"? Sér einhver þversögnina í þeim ummælum að hann tali fyrir "gamaldags sjónarmiðum, t.a.m. einangrun og traustara sambandi við Rússa og Kínverja"? Meinar höfundur þessarar greiningar að ESB sé nútíminn, fullveldi sé gamaldags, já í raun sama og einangrun?

Ég tilheyri væntanlega hópi þeirra "sem vilja bylta þjóðfélaginu", en hvað er "týnda hægrið"?


mbl.is Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki Charlie

Hin grimmilega árás á Charlie Hebdo var hefndaraðgerð í stríði milli tveggja afturhaldsafla, miklu frekar en "árás á tjáningarfrelsið". Það frelsi er reyndar orðum aukið -- en jafnvel þótt maður megi þannig séð vera dóni, þá þýðir það ekki að maður ætti að vera það. Eða man einhver hvernig gyðinga-skopmyndasamkeppninni Ahmadinejads mæltist fyrir hér um árið?

Ofbeldi tekur á sig fleiri myndir en bara þá líkamlegu. Múslimar sem búa á Vesturlöndum hafa sætt andlegu ofbeldi lengi, lengi. Ögranir, háð og spott á þeirra kostnað er hluti af því. Það festist ekki á filmu og rasistum finnst auðvelt að láta eins og múslimar hafi bara ekki húmor.

Er ekki fyrirsjáanlegt að æsingamenn gangi of langt og grípi m.a. til ofbeldis? Menn hljóta að sjá að þessi leið -- leið ögrana, tortryggni, ofbeldis -- liggur til ófriðar, sem verður á endanum verst fyrir okkur öll. Það á ekki að láta þau öfl stjórna umræðunni.

Ég ætla ekkert að afsaka fjöldamorð á óbreyttum borgurum. En ég upplifi þessa árás ekki sem árás á "okkur" ef "við" erum fólkið sem finnst allt í lagi að smána minnihlutahópa.

Ég er ekki Charlie.


mbl.is „Áhlaup“ á blaðsölustaði í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfróði maður

Meinleysisleg hugmynd Ásmundar um að taka múslima fyrir og mismuna þeim afhjúpar tregan skilning á mannréttindum og fleiri gildum sem við þykjumst byggja lýðræðisþjóðfélag á.

Annars staðar segir hann það eigi að krefja innflytjendur um viðurkenningu á þeim gildum sem íslenskt samfélag er reist á. Gott og vel -- en það ætti þá að gera sömu kröfu til Ásmundar sjálfs.

Frasarnir um að það þurfi að „taka þessa umræðu“ og að hann sé sko „ekki neinn rasisti“ eru á sínum stað.

Fólk misskilur rasisma ef orðið vekur hugrenningartengsl um hatursfulla fanta með kvalalosta. Flestir rasistar eru hvorki snoðkollar né fullir af hatri eða illmennsku. Þeir eru hins vegar oft fullir af ótta -- og tómir af viti. Þeir óttast það sem þeir skilja ekki. Venjulegt, óupplýst fólk.

Ásmundur spyr „hvort við þurfum ekki að hugsa málið og vanda okkur til framtíðar“ -- spurningin svarar sér sjálf, auðvitað á að gera það. Og hvað á þá að passa? Það væri góð byrjun að íslenska ríkið mismunaði ekki innflytjendum og ýtti þeim þannig út á jaðar samfélagsins. Og að sjálfsögðu þarf íslenskt samfélag að breytast í takt við breytta samsetningu þess, eins og það hefur alltaf gert. En ekki hvað?

En hvað er það sem hann óttast um? „Það eru þessi algildu gildi um samfélag og að það sé byggt á kristinni trú. Ég hef áhyggjur af því að mikill minnihluti þjóðarinnar vilji úthýsa kristinni trú úr grunnskólum.“ -- Það var nefnilega það. Voru það ekki skuggalegu útlendingarnir sem ógna siðnum í landinu! Á Þorláksmessu birtist grein eftir mig á Vísi, þar sem ég reyndi m.a. að þurrka aðeins upp eftir Ásmund. Þótt mér finnist leiðinlegt að þurfa að endurtaka sjálfan mig, verður bara að hafa það: 

Það má fyrirgefa karlinum fyrir að halda að hann sé í meirihluta, en það setur að manni stugg yfir hvernig honum finnst eðlilegt að fara með minnihlutahópa: þeir megi náðarsamlegast vera til, bara ef þeir læðast með veggjum og sætta sig við að vera annars flokks. Þetta er trúfrelsi Ásmundar, að meirihlutinn kúgi minnihlutan.

Þar stóð reyndar líka:

Þeir alíslensku Íslendingar ... sem standa utan kristinna trúfélaga eru miklu fleiri en innflytjendur sem standa utan kristinna trúfélaga. Það erum við, sem höfum flykkst út úr kirkjunni af sívaxandi þunga undanfarna áratugi. Það erum við, sem erum þyngsta lóðið í baráttunni fyrir trúfrelsi. Það erum við, þjóðin.

Ég leyfi þessu bara að standa og skýra sig sjálft.


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hverjum heldur Gylfi?

Stéttasamvinnusinninn Gylfi Arnbjörnsson tekur undir málflutning fjármálaráðherra og atvinnurekenda sem börðust gegn launahækkun lækna. Hefði Gylfi heldur kosið hinn kostinn, að íslenskir læknar héldu áfram að flytja úr landi? Auðvitað eiga önnur stéttarfélög núna að fylgja fordæminu, krefjast stórra kjarabóta og berjast fyrir þeim. Ætli einhver sjái Gylfa fyrir sér í því hlutverki?


mbl.is „Hvað halda menn að gerist núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg samkeppnisstaða

Ef það á að bera saman alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenskra lækna fyrir og eftir þennan samning, þá mætti í leiðinni bera saman alþjóðlega samkeppnisstöðu annarra stétta. Ætli sá samanburður mundi ekki sýna þörf fyrir veglega launahækkun fyrir flest vinnandi fólk í landinu?


mbl.is Bækurnar verði opnaðar upp á gátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Juncker varar við "rangri kosninganiðurstöðu"

Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, lýsti því yfir skömmu fyrir jól, aðIoannes Claudius Juncker, auðsveipt handbendi fjármálajöfra ef Grikkjum tækist ekki að kjósa forseta 29. desember, og þyrftu þá að kjósa nýtt þing, þá ætlaði hann nú ekki að fara að skipta sér af því, en ósköp þætti honum leiðinlegt ef öfgaöfl kæmust til valda. Það er varla hægt að skipta sér meira af kosningunum án þess að hafa afskipti. Þetta gáfnaljós fetar í fótspor margra fleiri hægrisinnaðra gáfnaljósa með því að kalla nasistana í Krysi Avgi og róttæka vinstrimenn einu nafni "öfgaöfl". Þannig tal er ekki bara vúlgar, það atar ekki bara vinstrimenn auri að ósekju, heldur stuðlar það líka að trúverðugleika nasistanna. Þannig að skiljanlega nota hægrimenn þetta bull mikið að þyrla upp ryki og misskilningi.

Juncker er sjálfur engin heybrók, fyrst malaði hann undir fjármálafyrirtækin í mörg, mörg ár þegar hann var forsætisráðherra og fleira í Lúxembúrg og nú er hann verkstjóri þegar Evrópusambandið ætlar að eiga við fjármálafyrirtækin. Eða réttara sagt, þegar fjármálafyrirtækin ætla að eiga við Evrópusambandið. Og þar er nú réttur maður á réttum stað. Alla vega séð frá sjónarhóli fjármálaaflanna.

Alexis Tsipras, Steingrímur þeirra GrikkjaVinstriflokkurinn Syriza gæti sótt stórlega fram í kosningunum sem nú verða haldnar. Flokkurinn er jafnvel talinn geta haft ríkisstjórnarsetu innan seilingar. Þeir lofa hvorki byltingu né sósíalisma, en segjast ætla að reyna að binda endi á mannlegar hörmungar af völdum kreppunnar í Grikklandi. Ef þeir fá séns eiga þeir örugglega eftir að verða eitthvað skárri en kratar og hægrimenn sem annars hafa ráðið ríkjum í Aþenu. En veðjið ekki aleigunni á þá nema ykkur langi til að verða fyrir vonbrigðum. Þeir eru því miður bölvaðir tækifærissinnar og eiga t.d. hvorki eftir að gera upp við ESB né evruna.


mbl.is Tókst ekki að kjósa forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitt íslamska ríkið

Þegar menn skjálfa á beinunum (og hafa ástæðu til) frammi fyrir þorpurunum í IS, í löndunum sem annars heita Sýrland og Írak, þá gleyma menn stundum að Saúdi-Arabía á sterkt tilkall til þess að kalla sig sama nafni. Eini munurinn er auðvitað að þorpararnir sem ráða Saúdi-Arabíu eiga að heita vinir okkar.


mbl.is Hafa tekið 86 manns af lífi á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Spekingur um stjórnmál"

Hvað ætli Alexei Korol sé titlaður í upprunalegu fréttinni sem þessi er þýdd eftir? "Spekingur um stjórmál" er skemmtileg tilbreyting við "[ótilgreindir] sérfræðingar segja" eða "það hefur ekki verið staðfest [af hverjum?]".

Ég hnaut um það þegar ég hafði ekki búið lengi hér í Danmörku, að einhver hópur manna - einhvers konar Viðskiptaráð eða einhver hagfræðinganefnd sem ég hef ekki kynnt mér á hverra vegum starfar - er kallaður "økonomiske vismænd". Ég hélt fyrst að það væri uppnefni, svona "nú hefur vitringnum Eyjólfi yfirsést..." en þeir eru alltaf kallaðir þetta, eins og þetta sé titillinn þeirra.


mbl.is Rak forsætisráðherrann og embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn turn í stórum Legókastala

Danski herinn er ekki hannaður til þess að verja Danmörku. Varnarmálastefna Danmerkur, ef varnarmálastefnu skyldi kalla, gengur út á að vera með í Nató. Danski herinn er þess vegna hannaður til þess að virka sem hluti af her Nató. Þeir taka þátt í öllu hernaðarbrölti Nató og Kanans, í Afghanistan, Írak o.s.frv. og ætlast að sjálfsögðu til að Nató komi þeim til hjálpar þegar Sovétrikin ráðast á þá, nú eða þá ef Þriðja ríkið kemur aftur.

Núna ætla ríkisstjórnin og þingið að kaupa einar 30 orrustuþotur, feiknalega dýr vopn sem verður beitt gegn hirðingjum og börnum þeirra og búsmala, hinumegin á hnettinum, sem teljast ógn við þjóðaröryggi.

Hægripopúlistar segja stundum að það eigi ekki að eyða peningum í þróunarhjálp ef það er til fátækt í manns eigin landi - eins og þtta tvennt útiloki hvort annað - en sjaldan er því mótmælt að tugmilljörðum á tugmilljarða ofan sé ausið í herinn, þótt velferðarkerfið gæti notað peningana hundrað sinnum eða þúsund sinnum betur.


mbl.is Danski herinn „lítill kassi af Lego-kubbum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk, nú anda ég léttar

Ég játa að það hvarflaði að mér augnablik, að forsætisráðherra Íslands væri haldinn barnalegum hégóma, sem hann þó hefði vit á að láta fara leynt. Núna sé ég að þetta er allt eðlilegt, og er því hættur við að afþakka fálkaorðuna þegar þar að kemur að ég verði tilnefndur til hennar.


mbl.is Ekki tilkynnt um allar orðuveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Julefrokost Landsbankans?

Þegar ég sá þessa fyrirsögn, "Peningar flugu út um allt", hélt ég fyrst að þetta hefði verið skemmtiatriði á litlujólunum hjá Landsbankanum.


mbl.is Peningar flugu út um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safngripur

Sjálfsprottna vopnahléð 1914 var agabrot og hart tekið á því í herjum Bretlands og Þýskalands.

Þessum safngrip förlast að tala fjálglega um frið, höfuð eins herskáasta ríkis okkar daga, sem hefur verið nánast sleitulaust í stríði og vopnuðum yfirgangi í margar aldir og er það enn.

Friður er mögulegur, en kerfið sem Elísabet Englandsdrottning er fulltrúi - já, holdgervingur - fyrir er ein aðal hindrunin í veginum fyrir honum.


mbl.is Sýnir að friður er mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera að hjálpa Rússum

Það hafa nú aðrir bent á að efnislega mundi Rússa ekki muna um alla okkar þjóðarframleiðslu til eða frá, og áhrif Íslendinga eru ekki slík að við getum t.d. stjórnað verði á heimsmarkaði með olíu eða gas. En ef eitthvað er hægt að gera á að sjálfsögðu að gera það. Óháð því hvort við fáum pening fyrir eður ei. Þetta á að heita vinaþjóð okkar og um þessar mundir sækir heimsvaldastefnan að þeim á mörgum vígstöðvum. Við eigum að minnsta kosti ekki að taka þátt í því að reyna að þjarma að þeim. Ef það eru einhverjir sameiginlegir hagsmunir, þá eru þeir að setja heimsvaldastefnunni skorður. En ég efa reyndar að Ásmundur hafi verið að hugsa um það.


mbl.is „Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum

Um leið og ég vil bjóða fólki gleðileg jól og vara það við því að éta yfir sig, vil ég vekja athygli á nýskrifaðri grein minni, á Vísi: Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum og á Vantrú: Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum.

Með kveðju frá útlöndum, -- Vésteinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband