19.11.2014 | 15:50
Krónunni kennir illur græðari
Það er eðlilegt að taka upp 500 krónu mynt ef svo fer sem horfir. Og þar á eftir 1000 krónu mynt og 50.000 krónu seðil.
Minnsta einingin sem er í umferð hér í Danmörku, þar sem ég er niðurkominn, er fimmtíueyringur. Eða hálfkróna, eins og hann er vanalega kallaður. Hann er ígildi 11 íslenskra króna og það þarf ekki minni einingu.
Að hugsa sér, ég man þegar íslenskir fimmeyringar voru til. Þá var nú gaman að lifa, ha?
Vandamálið við íslensku krónuna er að annarri hverri krónu er stolið af okkur. Því væri hægt að breyta með því að félagsvæða fjármálakerfið. Sjá nánar í stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar -- og enn fremur í erindi Þorvaldar Þorvaldssonar: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.
500 krónu mynt í stað seðils | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2014 | 15:30
Sessunautar í stafrófsröð
18.11.2014 | 16:05
Eina ráðið við IS
Eina ráðið við IS er að sýrlenski herinn brjóti þá á bak aftur. Það verður ekki falleg sjón en allir aðrir kostir eru verri. Vesturveldin eiga að hætta að gera Sýrlandsstjórn erfitt fyrir og styðja hana frekar í hernaðinum gegn þessum ófögnuði.
Óttast sleepers Ríkis íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2014 | 17:19
Fiskar í útrýmingarhættu
Ef það eru rök gegn hvalveiðum, að sumar tegundir hvala séu hætt komnar, þá má halda því til haga að sumar tegundir fiska eru líka hætt komnar. Því ættum við að hætta að veiða t.d. þorsk, ef það skyldi verða til þess að bjarga t.d. bláuggatúnfiski. Eða, er þetta ekki sambærilegt?
Sáttur við hrefnukjöt frá Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2014 | 15:34
Hvað á að gera við þetta Íslamska ríki?
Íslamska ríkið er afkvæmi Vesturveldanna. Loftárásir Bandaríkjamanna og taglhnýtinga þeirra munu ekki brjóta það á bak aftur. Sá sem getur gert það er sýrlenski herinn. Hann þarf frið til þess og stuðning. Maður þarf ekki að elska Assad til að sjá að það er skásta lausnin.
22 ára Frakki meðal böðlanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2014 | 15:08
Vænisjúkir raðmorðingjar
Þegar ísraelsk yfirvöld segja "öryggisástæður", þá þýðir það yfirleitt annað hvort að það er geðþótti sem ræður, eða eitthvað annað sem hljómar of illa til að segja það. Ástæðan í tilfelli Gilberts er augljóslega að hann lætur ekki duga að hlynna að særðum, heldur ber líka vitni um það í vestrænum fjölmiðlum hvers vegna ástandið er svona, ber vitni um níðingshátt og grimmd Ísraela.
Um leið berast fréttir af því að ísraelsk yfirvöld ætli aftur að fara að rústa heimilum í hefndarskyni þótt einhverjir embættismenn hafi "dregið árangur þess í efa", eins og Vísir kýs að orða það. Hefndaraðgerðir, með öðrum orðum. Áhrif þeirra er ekki að fæla herskáa Palestínumenn frá því að beita ofbeldi, heldur að reita aðra Palesínumenn enn meira til reiði og framkalla þannig ennþá meira ofbeldi af þeirra hálfu -- sem Ísraelar munu svo nota til að réttlæta fjöldamorð með stórvirkum vinnuvélum næst þegar hægriöfgamenn þurfa að píska upp stuðningsmóðursýki sjálfum sér til handa eða hafa meiri peninga af Bandaríkjunum.
Vandamálið í samskiptum Ísraela og Palestínumanna er í grunninn til ekki flókið. Vandamálið er að Ísraelar halda mestum hluta Palestínu hernumdum, en hafa herkví um afganginn. Fyrir utan þá hluta sem þeir hafa þjóðernishreinsað og innlimað. Skæruhernaður Palestínumanna verður ekki brotinn á bak aftur með hervaldi. Það verður því ekki friður á meðan harðlínuzíonistar (trúar- og þjóðernisöfgamenn) fá að halda ranglæti sínu áfram.
Norskum lækni bannað að fara til Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2014 | 15:03
Styð það
Stelpan sem vildi heita Eldflaug er kannski ánægð með þetta. Mótrök mannanafnanefndar voru að ekki væri hefð fyrir því að heita eftir farartækjum. Nema reyndar nafnið Vagn, viðurkenndi nefndin, og gleymdi a.m.k. Nökkva og Elliða. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Fullorðið fólk á að fá að ráða því hvað það sjálft heitir.
Allir fái að bera ættarnöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2014 | 19:32
Tóku þeir kast?
Umræðan kom Sigmundi á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2014 | 19:29
Aldeilis frábær hugmynd
Mikið er þetta rosalega góð hugmynd, það mætti auðvitað gera aðra atrennu til að verða alþjóðlegt bankastórveldi, síðast vantaði bara herslumuninn og ef ég man rétt var allt í góðu gengi þangað til Davíð Oddsson eyðilagði allt, eða var það ekki þannig sem Jón Ásgeir Jóhannesson skýrði þetta?
Það má líka dusta rykið af merku riti Hannesar Gissurarsonar, Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? Einhver mundi segja að við ættum bara að fara að dæmi Norðmanna og finna gull og olíu, en Hannes vildi einmitt að við gerðum landið að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, ef ég man rétt. Ef ég man rétt voru eyjar eins og Guernsey og Jersey á Ermarsundi fyrirmyndirnar sem hann vildi styðjast við.
Heitir þetta ekki annars að nefna snöru í hengds manns húsi?
Verði alþjóðleg fjármálamiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2014 | 21:08
Að viðurkenna kosningar
Hvíta húsið á eftir að kalla þessar kosningar ólögmætar og ómarktækar, þar sem landið sé í borgarastríði og ekki hægt að halda kosningar alls staðar.
En það stóð ekki á þeim að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í Úkraínu, þótt það land sé líka á barmi borgarastríðs og ekki hægt að halda kosningar alls staðar. Og ekki hikuðu þeir við að viðurkenna glæsisigur glæsimennisins al-Sisi í hinum egypska hluta Lýðveldis araba.
Menn eru samþykktir eða mönnum er hafnað eftir því hvernig þeir snúa gagnvart vestrænum hagsmunum. Menn eru uppnefndir harðlínumenn eða umbótasinnar eftir því hvernig þeir snúa við vestrænum hagsmunum.
Vesturveldin boða hvorki frið, lýðræði, mannréttindi né neitt þannig í austurlöndum. Aðeins hagsmuni. Sjálfra sín.
Assad vann kosningarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.6.2014 | 22:07
Glæsilegur árangur í kosningum
Þótt al-Sisi hafi gjörsamlega einokað opinberan vettvang og mótframbjóðandinn varla verið til, og þótt vandsveinar á vegum al-Sisi hafi lúbarið þessa fáu stuðningsmenn mótframbjóðandans sem varla var til, þá er 96,6% samt sem áður svo glæsilegur árangur í þessum mjög svo lýðræðislegu kosningum að réttast væri að senda glæsimenninu bréf og óska honum til hamingju, svipað og þegar Salvador Dali sendi Ceausescu skeytið á sínum tíma og óskaði honum til hamingju með að hafa fengið þennan flotta veldissprota:
Sisi er nýr forseti Egyptalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2014 | 21:16
Gula hættan mætt á svæðið?
Ætli svona "norðurljósarannsóknastöð" sé ekki dulnefni fyrir herstöð? Hvar er Framsóknarflokkurinn núna, að afturkalla lóðarúthlutunina? Á að láta kínverska heimsveldið leggja undir sig Reykjadalinn líka, og það án nokkurs viðnáms?
Kínverjar rannsaka norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2014 | 19:52
Sósíalismi í einu sveitarfélagi
Áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kjósa, skora ég á ykkur að skoða stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar. Hún er fljótlesin og skorinorð, og sker sig úr öðrum stefnuskrám þar sem hún boðar kúvendingu í borginni í átt til félagsvæðingar. Hún er hér:
29.5.2014 | 14:07
Meinar hann oddvita Framsóknar??
1. Vísasta leiðin til að veita öfgahreyfingum hljómgrunn er að veita þeim skjól í 'mainstream' stjórnmálum, eins og Framsóknarflokkurinn gerir þessa dagana. Og talandi um "að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju", af hverju tekur Sigmundur þá ekki opinbera afstöðu gegn þessu rasismadaðri síns eigin fólks?
2. Það eru ekki frjálslyndir menn sem vilja skerða trúfrelsi annarra eða kúga minnihlutahópa. Og með orðum Sigmundar: "Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreyndum. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæðing til að rétt læta sjálfa sig." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.
3. Ófyrirleitnir tækifærissinnar grípa hvað sem er, reyna að höfða til hvers sem er, til að snapa sér stuðning og vekja athygli á sér. Með orðum Sigmundar: "Þeir sem reynt hafa að beita slíkum brögðum í stjórnmálaumræðu síðustu daga eru að stórum hluta þeir sömu og áður hafa komið fram með sams konar upp hrópanir af til efnislausu. Það kemur því miður ekki á óvart. Tilgangurinn helgar meðalið." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.
Hann þekkir þetta, hann Sigmundur.
Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2014 | 11:18
Alþýðufylkingin: Velferð er vinna - x-R
Ég vek athygli á nýrri grein um stefnu Alþýðufylkingarinnar í velferðarmálum:
Alþýðufylkingin: Velferð er vinna - x-R
28.5.2014 | 13:33
Betri titill
Þessi bók hefði betur heitið "Ævi og störf hræsnara", "Minningar stríðsglæpamanns" eða "Á mála heimsvaldastefnunnar".
En sá titill hefði reyndar ekkert síður átt við ævisögur margra annarra bandarískra utanríkisráðherra.
Erfiðar ákvarðanir Hillary Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2014 | 12:15
"meðal annars gegn innflytjendum"
Evrópa tilheyrir okkur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2014 | 11:54
Auðvitað á að leyfa moskuna
28.5.2014 | 11:29
Alþýðufylkingin vill hafa flugvöllinn
Ég vek athygli á stuttri útskýringu á viðhorfi okkar til Reykjavíkurflugvallar:
Alþýðufylkingin vill hafa flugvöllinn
28.5.2014 | 08:25
Svör xR við spurningum Grapevine
Reykjavík Grapevine hefur birt spurningar og svör framboða vegna kosninganna á sunnudaginn. Þar er Alþýðufylkingin fremst meðal jafningja, nema hvað, og okkar svör má lesa sérstaklega hér ef fólk vill stytta sér leið.
Og Reykvíkingar, kjósið x-R á sunnudaginn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)